Svæðisráðstefnur !

Svæðisráðstefnur !


Undirritaður sótti tvær svæðisráðstefnur um síðustu helgi og var það mjög ánægjulegt að hitta félaga í hreyfingunni
Í eigin persónu, þó svo fjarfundir séu góðir til að halda áfram okkar frábæra starfi og þessum erfiður tímum þar sem
Heimsfaraldur geysar, en vonandi fer þessi óveira að fjara út.
Ég hóf yfirferð mína á því að mæta í Kiwanishúsið í Hafnarfirði kl 10.00 á laugardagsmorgninum en þar var svæðisráðstefna
Ægissvæði í umsjón Hraunborgar. Vel var mætt og skýrsluskil góð og er frábært að sjá hvað klúbbarnir eru að gera 
góða hluti þrátt fyrir að fundarhald hafið mikið legið niðri en þetta er líka misjafnt eftir stærð klúbba og hversu menn eru
viljugir að nota fjarfundarbúnað.
Í þessari heimsókn að loknu  erindi frá

Umdæmisstjórn afhenti ég þremur klúbbum afmælisskjöld frá Umdæmisstjórn 2019 - 2020 vegna þess að maður komst lítið sem ekkert í heimsóknir á starfsárinu. Keilir fékk skjöld vegna 50 ára afmælis, Varða vegna 10 ára afmælis og Setberg varð 45 ára og óskum við þessum klúbbum til hamingju. Einnig var ég með viðurkenningar fyrirmyndarklúbba Kiwanis International en þeir voru þrír í Ægissvæði Hof, Sólborg, og Keilir og fengu klúbbarnir merki í fánann og einnig fá ritari og forseti barmmerki þess efnis að vera fyrirmyndar forseti og ritari.
Þetta var ánægjulegur fundur og veitingar góðar og vil ég þakka félögum í Ægissvæði fyrir frábærar móttökur og hlýhug í minn garð.

Að lokinni ráðstefnunni í Hafnarfirði var stefnan tekinn á Selfoss en þar átti að hefjast Svæðisráðstefna í Sögusvæði kl 13.00 í umsjón Búrfellsfélaga. Hrafn Sveinbjörnsson svæðisstjóri setti þessa svæðisráðstefnu kl 13.00 og bauð félaga og gesti velkomna en fyrir utan undirritaðann  mættu Haukur Sveinbjörnsson, formaður formúlunefndar. Jóhanna M Einarsdóttir verðandi kjörumdæmisstjóri, og Pétur Jökull Hákonarsson kjörumdæmisstjóri, og síðan en ekki síst var umdæmisstjórinn Petur Olivar i Hoyvik á Teams. Eithvað ólag var á fjarfundarbúnaðnum þar sem Helgafellsfélagar náðu ekki að komast inn á fundinn og umdæmisstjóri var inn og út, en það gengur bara betur næst.
Það var sama uppi á teningnum hér í Sögusvæðir eins og Ægissvæði, klúbbar eru að gera góða hluti og bregðast vel við breytingum vegna Covid og fjáraflanir hafa gengið framar vonum og einnig er það ánægulegt að fjölgun hefur verið í Sögusvæði. Ég var í sömu erindagjörðum hér og í Ægissvæði var með gjafir og viðurkenningar, en Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn fékk afhentan bikarinn fyrir athyglisverðasta styrktarverkefnið og skjöld frá Umdæmisstjórn vegna 45 ára afmælis klúbbsins. Búrfell fékk afhentan afmælisskjöld en klúbburinn varð 50 ára á starfsárinu 2019-2020. Einnig afhenti ég viðurkenningar vegna fyrirmyndarklúbbs Kiwanis International og þeir klúbbar sem þá viðurkenningu hlutu voru. Ós á Höfn, Mosfell í Mosfellsbæ og Helgafell í Vestmannaeyjum og óskum við þessum klúbbum til hamingju með árangurinn og afmælin.
Í Sögusvæði fékk maður frábærar móttökur og hlýhug eins og annarstaðar þar sem maður hefur komið og ekki voru veitingar af verri endanum en Ágúst Magnússon og eiginkona hanns sáum um þær.

Ég vil enn og aftur þakka fyrir mig og vonandi verður starfið sterkt og árangursríkt á komandi misserum.

Tómas Sveinsson
Umdæmisstjóri 2019-2020

 

 

 

 

 

 

FLEIRI MYNDIR HÉR