Dyngjur styrkja Vinasetrið !

Dyngjur styrkja Vinasetrið !


Dyngjur afhentu núna í desember jólagjafir til Vinasetursins. Guðrún Arinbjarnardóttir, framkvæmdarstjóri Vinasetursins tók á móti gjöfunum sem voru, m.a. vandaður skjávarpi, eldhúsáhöld, matargjafir og fleira sem við höfðum útbúið eða fengið gefins frá góðviljuðum fyrirtækjum. Starfsfólkið var ekki undanskilið heldur fékk það einnig jólagjafir frá okkur. Rósa Sólveig, forseti, Þórhildur, formaður styrktarnefndar og

Ragnheiður, formaður fjáröflunarnefndar afhentu Guðrúnu gjafirnar. Við erum afar þakklátar öllum þeim sem styrktu okkur til að geta glatt bæði starfsfólkið og börnin sem þarna dveljast.