Dyngjufréttir !

Dyngjufréttir !


Við í Dyngju höfum ekki slegið slöku við í haust. Fengum fjölmiðlabikarinn á Umdæmisþinginu, héldum kökusölu í Mjóddinni og fundum á netinu. Allt starf er háð sóttvarnarreglum hverju sinni sem við að sjálfsögðu förum eftir. Þess vegna höfum við fundað á netinu
og erum að verða nokkuð góðar í því undir styrkri stjórn Rósu Sólveigar, sem núna er forseti klúbbsins. Við gátum haft kökusöluna í Mjóddinni í september en hún kom í stað bingós sem við höfum alltaf haldið

til styrktar Vinasetrinu. Salan gekk vel og ætlum
við að endurtaka þetta helst í desember. Vonum við að við sjáum Kiwanisfólk í Mjóddinni og við lofum einstaklega góðu bakkelsi, m.a. marengetertum, kökum, snúðum, og bollum svo ekki sé nú talað um sulturnar, sem eru nú þegar orðnar mjög vinsælar. Við verðum
svo með sölu á sælgæti sem við auglýsum á netinu ásamt hekluðum jólabjöllum bæði hvítum og rauðum. Chillisulta og jólabjöllur eru skemmtileg vinar/vinkonugjöf eða í leynivinaleikinn og til allra sem eru jólabörn í hjarta sínu. Lífga upp á skammdegið eins og
jólaljósin.