Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára

Kiwanisklúbburinn Keilir 50 ára


Í tilefni af 50 ára afmælis Kiwanisklúbbsins Keilis er hérna pistill um upphaf og starf klúbbsins okkar.

 

Upphafið

Stofnfundur Kiwanisklúbbsins var haldin á matstofunni Vík við Hafnargötu fimmtudaginn 11. júní 1970 kl. 15:30, þar voru mættir 16 verðandi stofnfélagar en þeir voru:  Þorvaldur Benediktsson, Rúnar Benediktsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Þórarinn Eyjólfsson, Guðbjörn Magnússon, Ævar Guðmundsson, Grétar Magnússon, Jón Ólafur Jónsson, Ómar Ólafsson, Pétur Jóhannsson, Brynjar Halldórsson, Birgir Einarsson, Guðni Kjartansson, Karl Taylor, Sverrir Jóhannsson og Jónas Guðmundsson.  Það voru líka mættir 4 meðlimir frá Kötlu í Reykjavík til aðstoðar, þeir

Haraldur Dungal, Haukur Hjaltason, Gísli Kristbjörnsson og Sveinn Guðlaugsson.

Haraldur Dungal setti fundinn og bauð alla velkomna, hann lýsti yfir ánægju með stofnun klúbbsins og gerði grein fyrir markmiði og lögum Kiwanis.  Það var kosin 6 manna stjórn:  Guðmundur Örn Ragnarsson forseti, Pétur Jóhannsson varaforseti, Rúnar Benediktsson innlendur ritari, Ævar Guðmundsson erlendur ritari, Brynjar Halldórsson gjaldkeri og Sverrir Jóhannsson féhirðir.  

Tillaga var borin fram af Ævari Guðmundssyni og Karli Taylor um nafn á klúbbnum og urðu menn sammála um að það yrði Kiwanisklúbburinn Keilir í Keflavík.  Það varð mikill áhugi á inngöngu í Keili og þegar vígsluhátíðin var haldin þann 27 nóvember 1970 þar sem klúbburinn var formlega lýstur 9.Kiwanisklúbburinn á Íslandi hafði félögum fjölgað úr 16 í 24.  Þó að stofndagur klúbbsins hafi verið í júní var Kiwanisklúbburinn Keilir skráður í bækur Kiwanis International 30. september 1970 sem er í raun afmælisdagur klúbbsins.

Fjáröflun

Fljótlega eftir stofnum var farið að huga að fjáröflunarleiðum í styrktar og líknarsjóð og ein af fyrstu hugmyndunum var sala á jólakortum, þeirri fjáröflun var haldið úti í nokkur ár, gengið var hús úr húsi í bænum og seld jólakort það var líka látið framleiða símaskrármöppur sem seldar voru auglýsingar á.  Þessar fjáraflanir voru lagðar niður sökum þess að fleiri tóku upp þessa söfnunaraðferð.  Það voru líka framleiddir ruslakassar sem festir voru á ljósastaura bæjarins og seldar voru auglýsingar á ruslakassana var einnig einkunnarorðinn „ við byggjum betri bæ“ skráð á kassana, þessi fjáröflun gafst vel en eins og gengur fengu ruslakassarnir ekki að vera í friði en tilgangnum var náð.  Hugmyndin að sölu jólatrjáa og grenis kom seinni parts árs 1971 en sú fjáröflun hefur verið aðalfjáröflun klúbbsins alla tíð síðan.  Í mörg ár sá Keilir sjálfur um innkaup á trjánum beint frá Danmörku en hin síðari ár hefur klúbburinn verið í samstarfi við Blómaval en salan hefur farið fram í húsnæði Húsasmiðjunnar. Ekki má gleyma Sinawik konum sem sjá um að skreyta greinar og krossa sem eru líka til sölu á sama tíma.

 

Lundakvöld

Árið 2002 fæddist sú hugmynd að halda svokallað Lundakvöld í stað hefðbundinna herrakvölda og afhenda Lundann,  ( sem er uppstoppaður Lundi á steini ) til þess einstaklings sem hefur látið gott af sér leiða í bæjarfélaginu.  Á lundakvöldi var borðaður reyktur lundi en árið 2018 var breytt út af venjunni og var hrossalund fyrir valinu árið 2018, árið 2019 var borðuð nautalund og hefur þessi breyting gefist vel.

Móðurklúbbur

Kiwanisklúbburinn Keilir er móðurklúbbur Kiwanisklúbbana Hofs í Garði og Vörðu í Keflavík.

Kótelettukvöld

Í febrúar 2013 var fyrst haldið kótelettukvöld og var þá hugmyndin að það kæmi í stað Þorrablóts sem var farið að víkja fyrir stóru þorrablótum íþróttafélagana á Suðurnesjum, kvöldið er hefðbundið fjáröflunarkvöld þar sem eru borðaðar kótelettur í raspi með öllu tilheyrandi, við höfum haft stangveiðiþema á þessum kvöldum og fengið til okkar þekkta veiðimenn og sjónvarpsmenn til að segja frá skemmtilegum veiðisögum, þessi kvöld hafa verið mjög vinsæl hjá klúbbnum.

Auðkennisverkefni

Það var í september 1994 sem fyrstu 100 bangsarnir voru afhentir til Rauðakrossdeildarinnar á Suðurnesjum til þess að hafa í öllum sjúkrabílum deildarinnar.  Björn Herbert þáverandi formaður styrktarnefndar sagði við það tækifæri að bangsarnir væru handa börnum sem þurfa að fara með sjúkrabíl og að Kiwanisklúbburinn Keilir myndi halda þessu verkefni áfram og afhenda nýja bangsa reglulega.   Keilir hefur staðið við þetta loforð sitt og er afhending á böngsum orðinn fastur liður sem styrktarverkefni klúbbsins.

Á umdæmisþingi í Reykjanesbæ árið 2012 var Brunavörnum Suðurnesja afhendir bangsar í sama tilgangi og loforðið endurnýjað um að Kiwanisklúbburinn Keilir myndi halda verkefninu áfram.  Við það tækifæri ávarpaði Ingvar Georgsson aðstoðarvarðstjóri BS gesti þingsins og sagði að þessi mjúki aðstoðarmaður þeirra væri orðinn ómissandi í sjúkrabílana og börnin tækju honum opnum örmum þegar þau þurfa mest á honum að halda.

Bangsinn hefur huggað mörg börn síðan 1994, á tvítugsafmælinu árið 2014 var hann nefndur Ævar í höfuðið á Ævari Guðmundssyni sem var einn af stofnfélögum klúbbsins en hann lést árið 2008.  Ævar bangsi hefur tekið breytingum í gegn um árin, fyrst var hann lítill hvítur, svo fékk hann lit og stækkaði , hann skipti litum, varð svo aftur hvítur, í dag er Ævar ágætlega stór, hann er klæddur í bol merktur nafni sínu og Kiwanis.  Hann hefur alltaf verið til þjónustu reiðubúinn og er nú á tékklista sjúkrabíla hjá Brunavörnum Suðurnesja yfir ómissandi útbúnað.

Ævar bangsi er auðkennisverkefni Kiwanisklúbbsins Keilis

Félagar

Í dag eru félagar 23 talsins, í stafrófs röð eru þeir :  Arnar Ingólfsson, Arnbjörn Elíasson, Björn B Kristinsson, Björn H Guðbjörnsson, Bragi Eyjólfsson, Eiður Ævarsson, Einar Már Jóhannesson, Erlingur Hannesson, Ingólfur Ingibergsson, Jóhannes Sigvaldason, Jóhannes Þór Sigurðsson, Jón Karlsson, Jón Ragnar Reynisson, Karl Antonsson, Karl Taylor, Kristinn Ómar Herbertsson, Níels Atli Eiðsson, Páll Antonsson, Reynir Friðriksson, Skúli Magnússon, Sæmundur Pétursson, Tobías R Brynleifsson og Viðar Örn Victorsson.  Meðalaldur félaga á afmælisári er 56 ár og þess má geta að Karl Taylor stofnfélagi er ennþá starfandi í klúbbnum og nýjasti félaginn Níels Atli Eiðsson er 18 ára gamall sonur Eiðs Ævarssonar og barnabarn Ævars Guðmundssonar.

Afmælisfagnaður

Afmælisfagnaði verður stillt í hóf vegna Covid en verður leitað færis á að boða til lítils afmælisfagnaðar á nýju ári.

Afmæliskveðja,

Keilisfélagar.