Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !

Stjórnarskipti í Umdæminu Ísland – Færeyjar !


Stjórnarskipti fóru fram í Umdæminu laugardaginn 19 september og var húsið opnað fyrir gestum kl 18.30 með fordrykk og síðan setti Umdæmisstjóri fundinn og bauð gesti velkomna og bað fólk um að gjöra svo vel og fá sér að borða af hlaðborði sem Kænan í Hafnarfirði sá um að framreiða en boðið var uppá villisveppasúpu, glóðað lambalæri og súkkulaðiköku í eftirrétt. Að loknu borðhaldi var tekið til við stjórnarskiptin sem voru í umsjón Drafnar Sveinsdóttur Goða, sem sá um athöfnina af stakri prýði og var Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimsstjórn henni til aðstoðar. Tómas Umdæmisstjóri þakkaði sínu fólki fyrir frábær störf og veitt smá gjafir og viðurkenningar til viðkomandi og maka.
Eins og megnið af starfsárinu þá voru þetta 

óvenjuleg stjórnarskipti þar sem viðtakandi Umdæmisstjóri Petur Olivar i Hoyvik var ekki viðstaddur og varð því að ávarpa gesti af netinu en ræðu Peturs var varpað upp á tjald og í stað Peturs skálaði Dröfn við Tómas en ein hefðin var brotin í viðbót þar sem skálað var með tveimur staupum en ekki horninu fræga vegna Covid. Að sama skapi var Bente Kjær verðandi svæðisstjóri Færeyjasvæðis ekki heldur á svæðinu vegna Covid ásamt nokkurum íslenskum embættismönnum, en vonandi ferð þetta að fara allt í eðlilegt horf. Að Petri fjarverandi sleit Tómas Sveinsson fráfarandi Umdæmisstjóri fundi, og áttu gesti ánægjulega stund saman fram til 10.30.
TS.

 

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR !