Skjálfandafélagar í Glasgow.

Skjálfandafélagar í Glasgow.


Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fór til Glasgow um mánaðarmótin nóv-des þar sem að félagar úr Skjálfanda fóru ásamt einum félaga úr Kaldbak og einum úr Grími á Grímsey, Bjarna gamla sem lætur ekki sitt eftir liggja. Ferðin var afar skemmtileg, margt skoðað og margt brallað. Fórum m.a. í höfuðstöðvar Glengoyne Vískí verksmiðjunnar sem stofnuð var árið 1833  þar var keypt súkkulaði o.fl.
Ásamt öðru var einnig farið til

Edinborgar þar sem jólamarkaðir voru skoðaðir og konurnar röltu eitthvað í búðir. Síðast en ekki síst var þessi ferð farin vegna 45 ára afmælis Skjálfanda á árinu og var sjötti fundur starfsársins haldinn á Apex hótelinu þar sem við dvöldum. Að lokum viljum við þakka kiwanisfélaganum Gunnari Jóhannessyni eiganda ferðaskrifstofunnar Travel North sem sá um alla skipulagningu og var með okkur í ferðinni.
 
Gleðileg jól og farsælt komandi Kiwanisár
Skjálfandafélagar