Svæðisráðstefna í Sögusvæði.

Svæðisráðstefna í Sögusvæði.


Laugardaginn 23 nóvember var haldin svæðisráðsstefna í Sögusvæði, en ráðstefnan var haldin á Selfossi. Það voru fleiri svæðisráðstefnur á þessum degi sem er ekki hentugt að vera á sömu dagsetningu með fundina, en það var líka fundur í Freyjusvæði og Ægissvæði. Ólafur Friðriksson Svæðisstjóri Sögusvæðis setti fundinn kl 13.00, en svæðið er víðfemt og menn komnir langt að eins og t.d Höfn og þarf að gefa mönnum tíma til að koma sér á staðinn. Ólafur bað síðan fundarmenn um að kynna sig, og var nokkuð góð mæting m.a var Tómas Sveinson Umdæmisstjóri á fundinum, en aðeins voru forföll vegna veikinda. Ólafur fór yfir starfið og stiklaði á stóru yfir sína skýrslu og bað síðan menn um að flytja sínar skýrslur og var ekki annað að

heyra en að klúbbarnir í svæðinu fara vel af stað. Nokkurar umræður urðu um skýrslur og voru þær allar á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Undir liðnum frá umdæmisstjórn kom Tómas Umdæmisstjóri í pontu og sagði frá því sem væri að gerast í umdæminu og frá síðasta umdæmisstjórnarfundi og hvaða stefna og áherslur á komandi starfsárs væru í gangi. Undir liðnum önnur mál urðu góðar umræður um fjáröflun og verkefni sem við getum beint sjónum okkar að á starfsárinu og í framtíðinni.   Búrfellsfélagar eru að vinna öflugt starf í undirbúningi fyrir þingið okkar sem haldið verður í september 2020, og eins og áður hefur komið fram fer starfið vel af stað í Svæðinu. Ólafur Svæðisstjóri sleit síðan þessari ráðstefnu þegar klukkan var að verða þrjú.