Umdæmisstjórnarfundur 16 nóvember 2019

Umdæmisstjórnarfundur 16 nóvember 2019


Fyrsti umdæmisstjórnarfundur starfsársins fór fram laugardaginn 16 nóvember og hófst hann kl 10.30 þar með gætu allir sem komnir voru langt að skilað sér á réttum tíma. Umdæmisstjóri setti fundinn og bað menn um að rísa úr sætum og minnast látinna félaga og bað síðan fundarmenn um að kynna sig og að lokinni kynningu  fór hann yfir  sín mál frá því að hann tók við 1 október. Umdæmisritari flutti sína skýrslu og þar næst Umdæmisféhirðir, og að loknu hanns erindi bað Tómas hann um að doka við og færði kappanum afmælisgjöf þar sem Svavar var sextugur deginum áður og að sjálfsögðu sendum við honum hamingjuóskir með þennann merka áfanga. Petur Olivar í Hoyvik kjörumdæmisstjóri flutti sýna skýrslu sagði m.a ætla framvegis að skrifa skýrslur og annað efni á dönsku og biðja Emelíu Dóru verðandi umdæmisritara að þýða þær yfir á íslensku. Síðan var hafður sá 

háttur á að opna umræður um þessar skýrslur sem búið var að flytja og má nálgast þetta efni allt á innri vef kiwanis.is innan tveggja daga.
Umæmisstjóri kallaði síðan alla stjórnar og embættismenn upp og afhenti þeim sín skipunarbréf. Skýrslur svæðisstjóra og nefndarformanna ásamt öllum skýrslum voru sendar á fundarmenn með viku fyrirvara í tölvupósti og því voru þær ekki lesnar upp, heldur voru opnaðar umræður sem urður þó nokkurar og sagði m.a Niels að það þyrfti nauðsynlega að bæta samband á milli klúbba í Færeyjasvæði, og talaði einnig ásamt Petri Olivar um túlkaþjónustu og þýðingar, Stefán Brandur tók til máls og Jóhannes Steingrímsson svæðisstjóri Óðinssvæðis talaði um hugmynd af sameiginlegu styrktarverkefni í svæðinu til tveggj ára. Þeir sem tóku til máls undir þessum lið voru m.a Gylfi Ingvarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Diðrik, Dröfn, Ólafur Jónsson, og Stefán Brandur. Umdæmisstjóri kynnti því næst fyrirmyndarviðmið starfsársins (sem verða send út) og einnig bréf frá KI um hin svokölluðu auðkennisverkefni og þá samkeppni sem verður um þau (þetta efni verður líka sent út) Jóhanna Einarsdóttir kom upp og ahenti Umdæminu bikar til minningar um Andrés heitinn eiginmann sinn og f.v umdæmisstjóra og á að afhenta bikarinn á þingum þeim félaga sem þykir standa sig best í starfinu og þökkum við Jóhönnu kærlega fyrir þessa góðu hugmynd til minningar um góðann Kiwanisfélaga og vin. Nokkurir tóku til máls undir liðnum önnur mál og að því loknu sleit Umdæmisstjóri fundi. Við erum á höttunum eftir nýjum verkefnum í þágu barna og umhverfis og í kjölfarið var boðið uppá kynningu um umhverfismál en hún var í höndum Eyþórs Eðvarðssonar formanns votlendissjóða og fór hann með frábært erindi fyrir okkur í máli og myndum. Ekki eru allir sammála um hlýnun jarðar og þeim hamförum sem spáð er í þeim efnum, en það er gaman að geta kynnt sér betur málefnið staðfest af vísindalegum rannsóknum og kannað hvort það sé eithvað sem Kiwanis getur gert, því klárlega hafa börnin áhyggjur af jörðinni okkar.
TS.