Spilakvöld hjá Dyngju !

Spilakvöld hjá Dyngju !


Við, Dyngjurnar héldum spilakvöld þann 12. nóvember á fundarstað okkar í Hvassaleiti 56-58. Spilakvöldið var mjög vel heppnað. Spilarar voru ánægðir með alla skipulagningu og veitingar sem voru ekki af verri endanum. Samkvæmt hefðinni fóru svo nokkrir heppnir spilarar með vinning heim. Það er markmið klúbbsins að skemmta fólki og afla um

leið fjár í starfsemina og styrktarsjóð. Það veitir okkur og þeim sem koma gleði og gaman.

Með kveðju,
Inga Þórunn, forseti Dyngju