Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði 9 nóvember.

Svæðisráðsfundur í Óðinssvæði 9 nóvember.


Fundurinn var haldinn í húsnæði Skjálfanda á Húsavík og setti Jóhannes Streingrímsson fundinn kl 11.00, gestir fundarinns voru Tómas Sveinsson umdæmisstjóri og Eyþór Kr.Einarsson f.v umdæmisstjóri. Fundurinn hófst á hefðbundinn hátt með kynningu fundarmanna, fundargerð síðasta svæðisráðsfundar lesinn og samþykkt.  Síðan voru fluttar skýrslur svæðisstjóra og klúbba svæðisins,og það er greinilegt að klúbbar eru að vinna vel og þá sérstaklega í fjölgunarmálum. Góðar umræður voru um skýrslunar og margir áhugaverðir punktar, og að loknum þessum lið var komið að matarhléi þar sem Sigurgeiri og Bendi voru búnir að græja dýrindis súpu með öllu tilheyrandi. Eftir matarhlé sagði Jóhannes frá sumarhátið Óðinssvæðis sem mun fara fram í Ártúni í endaðan júni. Því næst fór Tómas umdæmisstjóri yfir málefni umdæmisins og það sem er

á döfinini en lögð er mikil áhersla á fjölgun og að nútímavæða hreyfinguna. Jóhannes fór með hugleiðinu svæðisstjóra og þá hugmynd að vera með sameiginlegt styrktarverkefni í svæðinu og var vel tekið í það og urður nokkurar umræður um efnið. Jóhannes sagði að stefna væri tekin á að heisækja Grímsey í byrjun mars og myndi umdæmisstjóri vera með í för, en eftir á að útfæra ferðamátan betur þegar nær dregur. Undir liðnum önnur mál sagði Ólalfur Jónsson frá hjálmaverkefninu og stöðu þess í dag. Albert forseti Skjaldar sagði frá því sem klúbburinn ætti eftir og langar til að gera og urðu hinar bestu umræður undir liðnum önnur mál. Stórhöfðingin Bjarni úr Grímsey ávarpaði fundinn og fór með vísur og hlakkar til að fá heimsókn út í eyju frá Kiwanis, og að því loknu sleit Jóhannes fundi. Þá var komið að fræðslu fyrir ritara En um hana sá Eyþór Kr.Einarsson og aðstoðaði Ólafur Jónsson hann, en sett var upp skýrsla ritara á tjaldið og fóru þeir félagar yfir og kenndu viðstöddum hvernig á að gera mánaðarskýrslurnar á gagnagrunni KI. Þetta tókst með mikilum ágætum en það þarf greinilega að hafa næstu ritara klára með góðum fyrirvara og láta þá hafa aðgang svo hægt sé að taka fræðslu með þeim tímanlega áður en starfsárið hefst. Við Eyþór þökkum fyrir frábæra móttökur og skemmtilegann fund í frábærum félagsskap.
TS.