Lambaréttadagur Heklu 2019

Lambaréttadagur Heklu 2019


Lambaréttadagur Heklu var 18. október s.l. og var haldinn í sal Drúída í Mjódd. Í boði var lambahlaðborð, málverkauppboð, skemmtiatriði og happadrætti. Veislustjóri var Ingólfur Friðgeirsson og uppboðshaldari Magnús Axelsson. Skemmtiatriðin sáu þeir um Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Gylfi Ægisson tónlistamaður. Ræðumaður var Pétur Þorsteinsson prestur hjá Óháða söfniðinum.
Kvöldið heppnaðist mjög vel og

fóru allir ánægðir heim sumir með málverk og síðan voru vinningarnir einstaklega veglegir. 
Kiwanisklúbburinn Hekla þakka öllum gestum sem komu, styrktaraðilum og listamönnum þeirra frábæra framlag.


Kiwanisklúbburinn Hekla.