Fréttir frá Sólborg !

Fréttir frá Sólborg !


Þann 30. september sl. var haldinn stjórnarskiptarfundur Sólborgar undir stjórn svæðisstjóra. Var þetta mjög skemmtilegur fundur með góðum mat og tók ný stjórn við völdum, undir stjórn Ingu Guðbjartsdóttur, með henni í stjórn eru Karlotta Líndal kjörforseti, Emelía Dóra Guðbjartsdóttir ritari, Dröfn Sveinsdóttir gjaldkeri, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Ragna Pétursdóttir meðstjórnendur og fráfarandi forseti Kristín Magnúsdóttir. Við fengum unga stúlku Kristínu Albertsdóttur sonardóttur fráfarandi forseta og föður hennar til að flytja okkur tvö lög sem gefinn var góður rómur að. Sólveig Guðmundsdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Vilborg Andrésdóttir og Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir voru allar með 100% mætingu og 

voru allar kosnar fyrirmyndarfélagar og fengu viðurkenningar. Sólveig Guðmundsdóttir og Hafdís Ólafsdóttur fengu silfurstjörnur fyrir störf sín í klúbbnum og Þyrí Marta Baldursdóttir fékk rúbínstjörnu frá klúbbnum. Má til gamns geta að 100% mæting var á þessu kvöldi.
Þann 14. október var komið að fyrsta fundi nýrrar stjórnar. Eitt af því fyrsta sem gert var á þessum fundi var að afhenda forseta afmælisgjöf – en hún fagnaði 60 ára afmæli sínu örfáum dögum áður. Forseti afhenti skipunarbréf til félaga og hvatti félaga áfram að vinna að því góða starfi sem klúbburinn hefur gert undanfarin ár. Drög að dagskrá næsta árs var lögð fram og komu fáeinar athugasemdir við hana. Má geta þess hér, að fundir Sólborgar eru annan og fjórða hvern mánudag og er mjög spennandi dagskrá framundan. Má þar nefnda: jólarölt í Hafnarfirði, Pungagleði með mökum og páskabingó svo eitthvað sé nefnt. Þrjár konur hafa verið að koma á fundi hjá okkur undanfarið og vonandi koma þær inn í klúbbinn sem allra fyrst.

Með kiwaniskveðju
Þyrí Marta Baldursdóttir
blaðafulltrúi