Kynningarfundur á Höfn !

Kynningarfundur á Höfn !


Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar í samstarfi við Kiwanisklúbbana Freyju og Ós
verða með kynningarfund á stofnun á konuklúbbi á Höfn laugardaginn 26. október klukkan 14 ði Pakkhúsinu neðri hæð.
Á svæðinu verða félagar frá Freyju og Ós með Tómasi Sveinssyni umdæmisstjóra og Hauki Sveinbjarnarsyni formanni Formúlunefndar. 
Félagar í Kiwanisumdæminu eru hvattir til að hafa samband við Sigurð Einar Sigurðsson ef þeir þekkja einhverjar áhugasamar konur í sveitarfélaginu og senda honum nafn og símanúmer þeirra á netfangið seinars@kiwanis.is

Kæru konur í Sveitarfélaginu Hornafirði, kynning verður á Kiwanis í Pakkhúsinu, neðri hæð frá kl 14.00. Konur úr Kiwanisklúbbnum Freyjum frá Sauðárkróki munu segja frá

 hvað gaman er í Kiwanis. Umdæmisstjóri Tómas Sveinsson og Haukur Sveinbjörnsson verða á staðnum. Boðið verður upp á léttar veitingar. Komið og verið með og kynnið ykkur Kiwanishreyfinguna. En “Hjálpum börnum heimsins” er kjörorð Kiwanis. 

Til að skilgreina Kiwanis í stuttu máli þá er alþjóðleg þjónustuhreyfing en ekki afþreyingarfélag og eignast félagar vini í góðu starfi hreyfingarinnar. Kiwanis starfar fyrir opnum tjöldum enda er hér ekki um leynilegan félagskap að ræða, en við viljum einmitt vekja athygli á okkar starfi til þess að afla okkur stuðnings í okkar þjónustustarfi. Kiwanishreyfingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félagskenndar meðal félaganna. Hver Kiwanisklúbbur reynir að þjóna sem best því samfélagi sem hann starfar í.

Með Kiwaniskveðju
Fjölgunar og Formúlunefnd