Ferðarsaga svæðisstjóra Freyjusvæðis.

Ferðarsaga svæðisstjóra Freyjusvæðis.


Fimmtudaginn 19,sept.var lagt af stað til Hafnarfjarðar til að vera viðstaddur 49,umdæmisþing Kiwanis.
Verið á þinginu 20 og 21 sept. mánudaginn 23 fór á fund hjá Þyrli á Akranesi.
25,sept var skipt um stjórn í Heklu, þann 27 skipt um stjórn hjá Jörfa 28,farið til Hveragerðis og skipt um stjórn í Höfða á Hótel Örk.
30,skipt um í Elliða 1,okt skipt um í Dyngju,eftir þann fund fór ég heim til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld skipti ég um stjórn hjá klúbbnum mínum Básum.
Á föstudaginn 4 okt, ókum við hjónin suður og var þá komið að stjórnarskiptum hjá Geysir og Elliða  5,okt var komið að

stjórnarskiptum hjá Kötlu.
Hvíld á sunnudaginn á mánudaginn var svo skipt um stjórn hjá Þyrli á Akranesi þannig að þeir voru síðastir í röðinni,eftir stjórnarskiptin hjá þeim keyrði ég heim.Það get ég sagt að þessi tími sem fór í að Skipta um stjórn í öllum 10,klúbbunum í svæðinu var mjög ánæjulegur og gefandi og vil ég þakka öllum embættismönnum sem létu af stjórn fyrir vel unnin störf 
Og þá vil ég óska þeim sem eru í stjórn fyrir árið 2019 til 2020 til hamingju og vona að við eigum eftir að vinna vel saman.

Gunnlaugur Gunnlaugsson
Svæðisstjóri Freyjusvæðis.