Einn + einn átakið !

Einn + einn átakið !


Eins og fram kom á 49. Umdæmisþingi í Hafnarfirði hefur umdæmisstjóri Tómas Sveinsson hrint í framkvæmd fjölgunarátakinu Einn + einn !  Það getur ekki annað verið en að hver félagi í hreyfingunni geti  boðið með sér á fund einum vini, fjölskyldumeðlim eða vinnufélaga  til að kynna hreyfinguna fyrir honum með væntanlega inntöku þegar fram líða stundir. Fjölgun í hreyfingunni þ.e.a.s frumkvæðið verður að koma innanfrá það er nokkuð ljóst, og því skulum við taka til hendinni kæra Kiwanisfólk og fara að byggja upp til framtíðar. Það eiga allir klúbbar að vera komnir með Einn + einn kort til að dreifa á félaga, en kortið á að nota þegar þið takið með ykkur gest á fund og 

skal fylla út nafn klúbbs, nafn félaga, nafn gests og dagsetja kortið og skila því til ritara þegar mætt er á fund. Umdæmisstjóri mun síðan innheimta kortin þegar líður á starfsárið, og þarf að skila lágmarksfjölda korta á klúbb til að ná fyrirmyndarviðmiðum en fjöldinn verður ákveðinn síðar.

Með ósk um góðar undirtektir
Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri.