49 Umdæmisþing laugardagur stjórnarskipti og lokahóf.

49 Umdæmisþing laugardagur stjórnarskipti og lokahóf.


Stjórnarskipti í Umdæminu fóru frá á laugardegInum kl 18.00 eða fyrir Galaballið en þetta fyrikomulag var tekið upp í fyrra og þótti takast vel. Stjórnarskiptin fóru fram á Hótel Völlum og sá Gunnsteinn Björnsson ráðgjafi í heimstjórn um athöfnina, en nýja umdæmisstjórn skipa, Tómas Sveinsson Umdæmisstjóri, Petur Olivar i Hoyvik kjörumdæmisstjóri, Pétur Jökull Hákonarson verðandi kjörumdæmisstjóri, Eyþór Kr.Einarsson fráfarandi umdæmisstjóri, Sigurður Einar Siguðsson umdæmisritari , Svavar Svavarsson umdæmisféhirðir, Svæðisstjóri Freyjusvæðis Gunnlaugur Gunnlaugsson, Svæðisstjóri Færeyja Nils Petersen, Svæðisstjóri Sögusvæðir Ólafur Friðriksson, Svæðisstjóri Óðinssvæðis Jóhannes Steingrímsson og Svæðisstjóri Ægissvæðis Jón Halldór Bjarnason.
Lokahófið var að Ásvöllum og var húsið opnað kl 19.00 með 

fordrykk og lék Hörður Ólfson létta dinnertónlist fyrir gesti. Klukkan átta setti Eyþór umdæmisstjóri hátíðina og kynnti Hund í óskilum til leiks og veislustjórn sem þeim félögum fórst vel úr hendi. Boðið var uppá dýrindis hlaðborð og létu gesti vel af matnum og þeim veitingum sem boðið var uppá. Eins og allir Kiwanisfélagar vita sem sótt hafa umdæmisþing þá er dagskrá nokkur hefðbundinn og var m.a á dagskrá afhentar gjafir til erlendra gesta og að venju voru það gæruskinn sem þingfulltrúar voru búnir að rita nafn sitt á, en þessi gjöf vekur ávalt mikla lukku. Umdæmisstjórnahjónin afhentu mökum umdæmisstjórnamanna og þingnefndar blóm sem þakklætisvott fyrir að lána maka sína til starfa fyrir hreyfiguna. Haukur Sveinbjörnsson sá um að kynna fráfarandi og nýja umdæmisstjórn og að því loknu ávarpaði nýkjörinn umdæmisstjóri Tómas Sveinsson samkomuna og að hanns ávarpi loknu sleit Eyþór umdæmisstjóri 2018-2019 þinginu. Þá var tekið til við dansleik sem stóð fram á nótt við undirleik Hauks Ólafssonar sem stóð sig vel enda vanur maður þar á ferð.


Tómas og frú með ráðgjafahjónum sínum Sam og Terry Sekhon

 

MYNDASAFN FRÁ ÞINGINU MÁ NÁLGAST HÉR