Fræðsla embættismanna í Ægis og Freyjusvæði

Fræðsla embættismanna í Ægis og Freyjusvæði


Fræðsla embættismanna í Freyju og Ægissvæði fór fram í dag laugardaginn 14 september í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða 12, og var vel mætt af embætismönnum komandi starfsárs. Dröfn Sveinsdóttir fræðslustjóri umdæmisins setti fræðsluna og gaf síðan Tómasi Umdæmisstjóra orðið,  skýrði Tómas frá sínum áherslum og markmiðum og að því loknu tók Dröfn til við fræðslu og byrjaði á forsetum. Dröfn fór ýtarlega yfir efnið og fundarmenn voru áhugasamir í að meðtaka fræðsluefnið til undirbúnings í að verað góður forseti.  Svavar Svavarsson fór næst í fræðslu féhirða og fór yfir gjöld og skyldur þessa embættis og þar er mikilvægast dagsetningar gjalda og

annað sem skiptir mál í hinu ábyrgðarfulla starfi sem féhirðir klárlega er. Því næst var komið að fræðslu ritara og sá Sigurður Einar verðandi umdæmisritari um þá fæðslu á vefnum í gegnum Teams í Office og aðstoðaði Dröfn við ffræðsluna, Sigurður Einar fór hratt yfir hið hefðbundna efni en notaði þess í stað meiri tíma í kennslu á gagnagrunni KI fyrir fundarmenn. Að loknu erindi Sigurðar Einars tók Stefán Brandur Jónsson við og tók kennslu á Office 365 en notkun þess kerfis er stöðugt að aukast í okkar hreyfningu.

TS.