Sumarbúðir Kiwanis 2020 !

Sumarbúðir Kiwanis 2020 !


Ákveðið hefur verið að Sumarbúðir fyrir ungmenni verður á næsta ári í Austurríki, en í svona búðum er mikilvægt að rækta tengsl og byggja upp vináttu og upplifa aðra mennigu og læra að vera framtíðar leiðtogi. Það er ýmislegt gert sér til gamans og gagns í svona búðum, eins og vinnustofur, skoðunarferðir, verslunarfeðir, góðgerðarstarfsemi og margt fleira. Í búðunum er agi og þar er bannað að nota vímuefni, áfengi og tóbak.
Nánar er hægt að fylgjast með

á facebook síðu “Kiwanis Youth Camp 2020” og sækja um en þáttakendur eru á aldrinum frá 16 ára til 21 árs og æskileg er enskukunnátta. Gjaldið er 200 evrur sem umdæmin sjá um að greiða, en þáttakendur eða klúbbar sjá um að standa straum af ferðakostnaði.

Nánari upplýsingar HÉR