Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum

Umdæmisstjóri og stjórnarmenn í heimsókn í Færeyjum


Föstudaginn 5. Apríl s.l var haldið til Færeyja og var tilefnið að vera með fræðslu embættismanna og heimsækja okkar félaga með Umdæmisstjóra Eyþór Kr. Einarsson og frú í broddi fylkingar. Á föstudagskvöldinu var opið hús hjá félögum okkar í ævafornu húsi í Thorshavn og þar var tekið á móti okkur með miklum höfðingskap, en við hefðum viljað sjá fleiri mæta á þennann fagnað þar sem tekinn var upp harmonikka og gítar og sungið og spilað Færeysk lög. Þetta var mjög skemmtileg stund sem við áttum þarna með okkar fólki í Færeyjum. Á laugardagsmorgun var Tómas Sveinsson kjörumdæmisstjóri og hanns fræðslunefnd með fræðslu embættismanna eins og fram kemur hér á heimasíðunni. Svæðisráðsfundur í Færeyjasvæði var laugardaginn 6 apríl og hófst hann kl 14.00 og þar voru fluttar skýrslur klúbbana í Færeyjum og umræður. Umdæmisstjóri Eyþór Einarsson kvaddi sér hljóðs og kynnti m.a fyrir vinum okkar í Færeyjum Happy Child verkefnið og árangur Eliminate verkefnis Kiwanis en því er ekki lokið, en í þessu verkefni felst að

eyða fæðingarstífkrampa í heiminum. Að Svæðisráðsfundi loknum var opnaður óformlegur fundur með vinum okkar í Færeyjum þar sem farið var yfir ýmis mál sem snýr að samskiptum og vinnureglum á milli okkar frændþjóðana sem Færeyingar vilja skerpa á. Um kvöldið fórum við síðan með vinum okkar út að borða á Angus steikhús, góður matur þar eins og ávalt, og að því loknu var farið í bæinn og kíkt á klúbbann sem við þekkjum sem þarna hafa komið. Regin vinur okkar úr Eysturoy mæti á hótelið okkar um hádegisbil á sunnudeginum á flottri mini rútu og tók okkur í góðann túr á þessum góða sunnudegi, og fyrst var haldið til Götu. Á leiðinni var margt að sjá og fyrir okkur íslendingana fyllumst við af öfund við að sjá öll þessi jarðgöng sem Færeyingar hafa yfir að ráða en þau eru alls 12 talsins. Á leiðinni til Götu tókum við Eirík okkar upp í bílinn og var hann með okkur nánast allann túrinn, en rétt við Götu tókum við Petur Olivar einnig upp í bílinn, og síðan var haldið í Kiwanishúsið í Götu þar sem félagar í Eystur0y tóku á móti okkur með miklum höfðingskap, með kaffi, tertu , og við vorum leyst út með gjöfum, frábær vinarfundur. Að þessari heimsókn lokinni hélt Regin áfram með túrinn og keyrðum við allveg nyrst á eyjunum að Vidareidi. Eftir að hafa aðeins teygt úr okkur þar var haldið til baka og komið við í Klaksvík og þaðan til Leirvíkur þar sem okkur var boðið í mat í Keiluhöll þeirra í Leirvík, og að máltið lokinni var haldið til baka til Thorshavn og var gott að komast í rúmið eftir frábærann dag. Á mánudagsmorgni var síðan haldið til Vágar á flugvöllinn og haldið heim til Íslands. Þessi ferð var í alla staði vel heppnuð og viljum við þakka öllum Kiwanisfélögum í Færeysku klúbbunum Thorshavn, Rosan og Eysturoy fyrir frábærar móttökur og vináttu, sem seint gleymist, og vonum við að fræðslan og kynnin skili sér í þeirra starfi í Færeyjum fyrir Umdæmið okkar.
TS.

Myndband HÉR

Ljósmyndir HÉR