Góðgerða febrúar Kiwanis Óðinssvæðis

Góðgerða febrúar Kiwanis Óðinssvæðis


Kiwanisklúbbar Óðinssvæðis settu á laggirnar verkefnið GÓÐGERÐA FEBRÚAR á sínu svæði, sem er ansi víðfeðmt, allt Norðurland og partur af Austurlandi, frá Sauðárkrók til Vopnafjarðar og eru 8 starfandi Kiwanisklúbbar á þessu svæði.
Verkefnið gengur út á að vekja athygli á þeim góðgerðaverkefnum sem Kiwanis hreyfingin er að inna af hendi ásamt því að einblína sérstaklega á góðgerðir í heimabyggð í febrúar. Góðgerðir þurfa ekki endilega að ganga út á fjáraflanir, tími fólks er dýrmætur og að gefa tíma sinn öðrum er verðmætt.
Kiwanis klúbburinn Freyja kallar 

verkefnið „Hugur en ekki hagur“.  Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg og verður þeim gerð betri skil síðar, en Freyjur eru t.d. að skapa Gæðastund á bókasafninu þar sem við lesum þrjá daga í febrúar fyrir börn á aldrinum 0-5 ára og svo 6 plús. Við getum svo auðveldlega dreift kærleik og gleði með því að staldra aðeins við frá kapphlaupi og púsluspili hversdagsins og gefið af okkur tíma fyrir hvert annað. „Hjálpum börnum heims“.

www.feykir.is greindi frá