Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !

Mosfell afhendir hjálpatæki til Hrafnistu !


Mosfellsfélagar héldu fund í boði Hrafnistu í Reykjavík   21. febrúar sl. Tilefnið var að  Mosfell var að gefa hjálpartæki sem auðveldar að færa fólk sem ekki getur gengið milli sæta. Rebekka Ingadóttir deildarstjóri Hrafnistu í Kópavogi veitti því móttöku og sýndi síðan hvernig nota á tækið með aðstoð Haraldar Haraldssonar Mosfellingi. Ræðumaður kvöldsins var Ásgeir Sveinsson annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir

bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ í vor. Var gerður góður rómur að máli hans. Annar góður gestur var   á fundinum en það var Ísfirðingurinn Kristján G Jóhannsson formaður fjárhagsnefndar Umdæmisins, félagi í Básum.