Kiwanisklúbburinn Herðubreið styrkir leikskólann Yl

Kiwanisklúbburinn Herðubreið styrkir leikskólann Yl


Leikskólinn Ylur í Reykjahlíð í Mývatnssveit fékk höfðinglega gjöf á dögunum, nánar tiltekið gjafabréf að upphæð 100.360 kr. frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið til kaupa á leikföngum fyrir börnin sem koma án efa að góðum notum.  Leikföngin sem urðu fyrir valinu voru

Cuboro kúlubraut, bílahús, matarstell og ungbarnabækur.
Þetta er febrúar styrktarverkefni klúbbsins.

Á myndinni eru Ingibjörg Helga Jónsdóttir leikskólastjóri sem tekur við gjafabréfinu úr hendi Finns Baldurssonar forseta Herðubreiðar. Með þeim eru Herðubreiðarfélagarnir Jörgen Þorbergur Ásvaldsson og Örnólfur Jóhannes Ólafsson og á borðinu sést í leikföngin.