Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum

Fyrirlesari hjá Hraunborgarfélögum


Miðvikudagskvöldið 21. feb. var gestur okkar í Hraunborg Guðmundur Rúnar Árnason fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og sagði okkur frá dvöl sinni og fjölskyldu í Malaví í 5 ár eða eins og hann sagði, ég fór út með eiginkonu og tvær dætur og kom heim með 3 konur. Guðmundur var verkefnisstjóri hjá Þróunarstofnun og vannn þar að, líðheilsumálum, menntamálum og vatnsveitumálum, með uppbyggingu á húsnæði fyrir barnshafandi konur og gistiaðstöðu fyrir aðstandendur, skóla og kennaraíbúðir og vatnsdælur. Íbúafjöldi er um 18 milljónir og er eitt fátækasta land í heimi. Þróunarstofnun hefur unnið á svæðinu frá 1989. Eiðni er landlægur sjúkdómur og eru um 20% íbúa á svæðinu

smitaðir þar sem hann starfaði. smitaður. Guðmundur sýndi fjölda mynda úr starfinu sem hann sagði að hafi breytt öllum viðmiðum sínum til lífsins. Fyrirlesturinn var einstaklega fræðandi og svaraði hann fyrirspurnum og í lok færði Haraldur forseti Guðmundi fána klúbbsins með þökkum fyrir að veita okkur innsýn í verkefni sem ekki er mikið fjallað um.