Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.


Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð hefur nýverið keypt og komið fyrir fimm hjartastuðtækjum í Fjallabyggð.  Hugmyndin er að slík tæki séu aðgengileg ef íbúar Fjallabyggðar eða gestir verða fyrir áföllum og séu tækin þá tiltæk til fyrstu hjálpar.  Tækjunum hefur verið komið fyrir í Kjörbúðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglufirði, á Skálarhlíð og húsi aldraðra í Ólafsfirði.  Þá er tæki í Kiwanishúsinu á Siglufirði.
Hugmynd klúbbsins er að kortleggja staðsetningu tækja sem þessara í Fjallabyggð og merkja staðsetningu þeirra inn 

á götukort og dreifa meðal íbúa.
Snemma á árinu 2018 ætlar klúbburinn að bjóða íbúum Fjallabyggðar til kynningarkvölds þar sem fólk getur lært að nota tæki sem þessi því við áföllum tengdum hjartanu, þá geta fyrstu mínútur skipt sköpum í endurlífgun.

Fréttatilkynning.