Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018

Umdæmisstjórnarfundur 17 febrúar 2018


Í dag fór fram Umdæmisstjórnarfundur á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Konráð Konráðsson umdæmisstjóri setti fundinn klukkan hálf ellefu og sagði að nokkurir væru búnir að boða forföll vegna ferða erlendis. Fundurinn hófst síðan eftir hefðbundinni dagskrá og reið Umdæmisstjóri á vaðið og flutti okkur skýrslu sína og stiklaði á stóru um það starf sem væri í gangi, og sagði m.a að skipunarbréfin væru tilbúinn en ekki hefði unnist tími til að prenta þau út fyrir fundinn. Embætismenn komu síðan koll af kolli og fluttu sínar skýrslur og er ekki annað að sjá en starfið sé sterkt um þessar mundir nokkurar umræður voru síðan um skýrslunar en þetta mun allt koma fram í fundagerð þegar búið er að samþykkja hana þá kemur hún til birtingar á innravef kiwanis.is. Fyrirmyndarviðmið sem eru að koma út um þessar mundir og verða send í klúbbana voru til umræðu en þar ber raunfjölgun hæst til að hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarklúbbur.
Eftir matarhlé þar sem staðarhaldari okkar Petrína Ragna bauð uppá dýrindis súpu og brauð var fundi haldið áfram með skýrslum nefndarformanna og hafði Konráð umdæmisstjóri þann háttinn á að lest skpunarbréf hverrar nefndar áður en skýrsla var flutt. Að loknum skýrslum nefndarformanna voru

umræður um skýrslurnar og tóku margir fundarmanna til máls sem er vel.
Umdæmisstjóri skýrði frá Auðkennisverkefni heimsstjórnar og þáttöku okkar í því en Umdæmið þarf að skila inn verkenfi fyrir 2 mars og komu nokkurar uppástungur frá fundarmönnum, en verkefnið má ekki vera landsverkefni eins og Hjálmaverkefni heldur klúbbaverkefni sem væri í gangi á hverju ári. Undir liðnum önnur mál hvaddi Ingólfur svæðisstjóri Óðinssvæðis sér hljóðs og sagði að þegar Umdæmisstjóri hefði komið norður færði hann honum nýja merki Umdæmisins að gjöf og vild Ingólfur gjalda gjöfina með að færa Umdæmisstjóra nýjann afmælisfána Öskju sem Ingólfur gaf klúbbnum. Karin Svæðisstjóri Færeyjasvæðis kom í pontu og las upp bréf frá klúbbunum í Færeyjum þar sem þeir óska eftir því að halda Umdæmisþing 2021 en þá eru 20 ár frá því að þing var haldið síðast í Færeyjum. Konráð Umdæmisstjóri kallaði Sigurð Einar Sigurðsson upp og færði honum viðurkenningu frá heimsforseti fyrir sinn hlut að fjölgun félaga í hreyfingunni, og sagði Umdæmisstjóri af þessu tilefni að við ættum að vera duglegri að sækja slíkar viðurkenningar til heimsstjórnar. Að þessu loknu var komið að fundarslitum sem voru rétt fyrir klukkan þrjú.

MYNDIR MÁ NÁLGAST HÉR