Rannveig Jóhannsdóttir á fundi hjá Hraunborgu !

Rannveig Jóhannsdóttir á fundi hjá Hraunborgu !


Á fundi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar var gestur okkar Rannveig Jóhannsdóttir og menntun hennar og störf eru
Iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskólanum og Véltæknifræðingur með fókus á framleiðslufræði frá DTU Kaupmannahöfn og Framleiðslustjóri í Bláa Lóninu (Bláa Lóns vörurnar) Framleiðslustjóri/gæðastjóri/sérfræðingur Elkem Ísland
Verksmiðjustjóri Elkem Indland og Innovation Champion.
Fyrirlestur hennar var sérstaklega áhugverður þar sem hún greindi frá starfi sínu á vegum Elkem á Indlandi þar sem hún innleiddi öryggiskröfur í klæðnaði, verkferlum og í umhverfi sem var 

nýtt fyrir þeim þar sem ekki þekktist öryggisfatnaður, öryggisskór og hjálmar. En starfsmenn höfðu verið jafnvel berfættir í stuttbuxum og í bol og konur í kjólum í járnblendisverksmiðju. En með því að kynna sér menningu, trúmál og vinna með starfsfólki af gólfi upp í stjórnendur náðist að innleiða öryggisbúnað, tiltekt og gróðursetningu á svæðiu og innleiða alla ferla í sem bestu samstarfi. Takk fyrir frábæra frásögn Madam Ranný eins og hún var kölluð af innfæddum. Að lokum þakkað Haraldur forseti og afhenti henni fána Hraunborgar.