Bæjarstjóri í heimsókn hjá Keilismönnum !

Bæjarstjóri í heimsókn hjá Keilismönnum !


Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar var gestur Keilismanna í kvöld.  Aldeilis fínn fundur þar sem farið var yfir öll þau mál sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur verið að glíma við.  Kjartan Már var skemmtilegur og svaraði spurningum fundarmanna vel og skilmerkilega.  Hann fékk Ævar bangsa og fána klúbbsins að gjöf sem þakklætisvott fyrir komuna.  Hann sagði að Ævar bangsi fái góðan stað á skrifstofu sinni.