Formúluráðstefna 27 janúar 2018.

Formúluráðstefna 27 janúar 2018.


Um helgina var haldin frábær og vel heppnuð ráðstefna í Kiwanishúsinu að Bíldshöfða, en þetta var um Formúluna sem Kiwanishreyfingin hefur sett á stað um fjölgun félaga og stofnun nýrra klúbba. Mæting var góð og setta fundarstjóri Haukur Sveinbjörnsson f.v Umdæmisstjóri ráðstefnuna stundvíslega kl 13.00 og bauð Umdæmisstjóra Konráð Konráðsson að koma í pontu. Konráð þakkaði Kiwanisfélögum fyrir að taka þessi formúluembætti að sér fyrir hönd síns klúbbs og hreyfingarinnar og sagði að markmið með þessu er að marka stefnu um fjölgun félaga og klúbba í Umdæminu. Óskar Guðjónsson kjörforseti Evrópu tók næstur til máls, og sagði að kröfur til formúlufulltrúa væru miklar til að halda áfram þessu langhlaupi sem fjölgunar málin eru. Okkar Evróputrustee Ernest Smith hélt erindi og Eyþór Einarsson kjörumdæmisstjóri fór yfir stefnumótun til ársins 2022 en formúlan er stór þáttur í þeirri stefnumótun. Hjördís Harðardóttir formaður formúlunefndar tók næst til máls og fór yfir formúluna, og hóf erindið á skemmtilegum orðaleik þar sem ráðstefnugestir eiga að 

finna 6 íslensk orð út út orðinu FORMÚLA, og voru funda menn fljótir að setja þetta saman. Að þessu loknu hóf Hjördís kynningun á verkenfninu á glærum en þessi formúla var tekin upp 2013 í Bandaríkjunum og hefur virkað vel. Alþjóleg verkefni hreyfingarinnar hafa ávalt gengið vel og því skildi Formúlan ekki gera það líka, en hvað er á bakvið Fomúluna ? Það er jú við Kiwanisfélagar. Eftir kaffihlé hófst umræða um formúluna þar sem margir ráðstefnugesta tóku til máls og viðruðu hugmyndir sínar um hin ýmsu Kiwanismálefni sem gætu verið águgaverð til fjölgunar og eflingar á starfi okkar. Guðbjörg Pálsdóttir var með erindi um tegundir Kiwanisklúbba sem til væru og hugmyndir við stofnun nýrra klúbba. Tómas Sveinsson frá Helgafelli og Guðlaugur Kristjánsson frá Eldey töluðu um formúlu á bakvið velgengni þessa klúbba, og Sigurður Einar f.v Umdæmisritari var með erindi “Af hverju missum við félaga. Að þessum erindum loknum kom Hjördís Harðardóttir í pontu og skipaði fundarmönnum niður í vinnuhópa eftir svæðum og voru tímamörk á vinnu hópanna og að tima liðnum héldu menn framsögum um niðurstöður vinnuhópanna, og verður þetta eithvað fyrir formúlunefnd að vinna úr. 
Síðasti liður var fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar en hann er með BS próf í Sálfræði og MS í viskiptafráði og síðan en ekki síst er Pálmar körfuboltaþjálfari og starfar með börnum.
Pálmar ræddi um það að allir eiga að vera jafnir, ávalt hlusta á viðkomandi, hrósa fólki það breytir öllu í góðum samskiptum, hvernig á að kveikja áhuga, og síðan en ekki síst jákvæðni og neikvæðni og hvaða áhrif þau hafa í samskiptum. Pálmar er með afbrigðum líflegur fyrirlesari og með leikrænum tilburðum heldur hann öllum á tánum og eingin missir athyglina á efninu. Að koknu erindi Pálmars sagði Umdæmisstjóri nokkur orð og vel heppnaðri ráðstefnu var lokið kl 18.15
 
TS.