Formúluráðstefna á Bíldshöfða

Formúluráðstefna á Bíldshöfða


Laugardaginn 27. janúar er haldin Formúluráðstefna í Reykjavík á vegum fjölgunarnefndar umdæmisins. Þangað hefur verið boðið Formúlufulltrúum klúbba og Formúluráðgjöfum svæða ásamt svæðisstjórum og kjörsvæðisstjórum. Á dagskrá, sem hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 18:00, er kynning á Formúlunni og fyrirlestrar um efni sem tengjast fjölgun félaga. Stór hluti af dagskránni fer í hópavinnu þar sem Formúlufulltrúar vinna saman að því að skilgreina og skipuleggja verkefnið sem framundan er. Sérstakur gestur á ráðstefnunni er Ernest Schmid, ráðgjafi KI fyrir umdæmið.