Fjölmennur fundur hjá Mosfelli !

Fjölmennur fundur hjá Mosfelli !


 Mosfellingar héldu fjölmennanfund í gær 24. janúar. Í heimsókn voru félagar frá Eldborg, Eldey og Kötlu sem héldu sinn 1199. fund með Mosfellingum.  Aðal ræðumaður var Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar Umdæmisins. Var hann með fræðslu sem hann tileinkaði aðallega væntanlegum félögum í Mosfelli.  Einnig var hann með spurningakeppni á milli boðanna í salnum þar sem einn snjallsími við hvert borð tengdist tölvu Guðlaugs og svaraði valmöguleika spurningum sem hann setti á skjáinn. Bar borð Eldeyjar sigur úr bítum. Sagði Guðlaugur að þetta væri lokaæfing fyrir fræðslufund sem hann yrði með í Prag um helgina. Konráð Umdæmisstjóri talaði um Happy child verkefnið og Eyþór kjörumdæmisstjóri sagði frá Formúluráðstefnu sem fram fer á

laugardaginn. (Merkilegt að ekkert skuli vera minnst á hana á heimasíðu Umdæmisins) Óskar Guðjónsson kjör Evrópuforseti sagðist hafa komið á marga fundi hjá okkur Mosfellingum. Sagðist muna sérstaklega eftir fundi þar sem heimsforseti Donald R. Canaday var í heimsókn 2008 sem hafði þau áhrif á okkur hjá Mosfelli að hann (Óskar) hafi komið árið eftir og veitt okkur Fjögunarbikarinn.  Nokkrir aðrir tjáðu sig á fundinum sem var fjölmennur, 41 Kiwanisfélagi og væntanlegir Kiwanisfélagar.