Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús

Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Maríuhús


Síðastliðinn þriðjudag, þann 6. desember komu félagar í Kiwanisklúbbnum Elliða færandi hendi í Maríuhús. Þeir gáfu húsinu rennibekk og tifsög í nýtilkomið smíðahorn hússins. Erla Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, átti frumkvæðið að því að útbúa smíðahorn til að auka fjölbreytni í daglegri iðju.
 
Vilhjálmur Guðbjartsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða er jafnframt notandi Maríuhúss og því var ákveðið að fara þess á leit við klúbbinn að styrkja starfsemina með

þessari gjöf. Sonur Vilhjálms, Símon Elvar, hefur hjálpað til við að bæta vinnuaðstöðu í smíðahorninu og haft milligöngu um að útvega efnivið frá BYKO.
 
Kiwanisklúbburinn Elliði var stofnaður 1972 og eru meðlimir um 35 talsins. Af þeim eru tveir stofnmeðlimir enn starfandi. Starfsvettvagur Kiwanisklúbba almennt er  að láta gott af sér leiða og hjálpa þeim sem eiga erfitt í lífinu. Kjörorð Kiwanishreyfingarinnar í heiminum er að hjálpa börnum heimsins. Gjöfin til Maríuhúss var því frávik frá hefðinni og þölkkum við Kiwanisklúbbnum Elliða alveg sérstaklega fyrir að láta sig starfsemina varða.
 
Sjö fulltrúar klúbbsins voru viðstaddir afhendinguna en þeir settu jafnframt rennibekkinn saman og stilltu upp svo hann var tilbúinn til notkunar. Auk Vilhjálms voru mættir Sæmundur H. Sæmundsson, forseti klúbbsins, Örn Ingvarsson, Ragnar Engilbertsson, Lúðvík Leósson, Guðmundur H. Guðmundsson og Þröstur Eggertsson.