Stefnumótunarþing

Stefnumótunarþing


Eftir hádegi var myndaður stór hringur og spurningum varpað fram sem síðan verða ræddar í umræðuhópunum eftir þvi fundarformi sem áður er getið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta fundarform er frábært og fær nánast alla fundarmenn til að tala, já bara eins og að ræða málin yfir kaffibolla á góðri kaffistofu, og er þetta form frábært t.d fyrir klúbba ef þarf t.d að ræða innri mál klúbba til að fá félaga til að tjá sig. Eftir frábærar umræður og margar góðar hugmyndir 

lokaði Hjördís opna rýminu og hélt smá erindi og jafnframt spurði fundarmenn hvernig þeim 

hafi líkaði þetta fundarform.  Benedikt frá Skjálfanda reið á vaðið og lýsti ánægju sinni með þetta fundarform og vonaði að það kæmi eithvað gott út úr þessum fundi sem hægt væri að vinna úr í framhaldi,  en hann saknaði þess að menn væru ekki með embættiskjeðjuna uppi .  Umdæmisritari Sigurður Einar var ánægður með fundarformið ásamt öllum fundarmönnum sem sögðu að þetta væri einn skemmtilegasti Kiwanisdagur sem þeir hefðu upplifað.

Óskar Guðjónsson þakkaði fundarmönnum fyrir frábærann dag og sagði að nú væri komið að nefndinni að fara yfir niðurstöður og senda síðan út og það fyrir jól. Jón Guðni frá Drangey sagði að Drangeyjarmenn hafi nýlokið vinnu við stefnumótun og afhenti nefndinni plaggið.

Að þessu loknu  þakkaði Konráð Konráðsson fundarstjóri og formaður stefnúmótunarnefndar fyrir góðann dag og sleit þessu þingi formlega. með orðunum Áfram Kiwanis , Áfram Ísland enda landsleikur við Króatíu rétt handan við hornið.

 

MYNDIR HÉR