Katla styrkir Hljóðbókasafn Íslands

Katla styrkir Hljóðbókasafn Íslands


Laugardagskvöldið 2 apríl var 50 ára afmælishátíð Kiwanisklúbbsins Kötlu sem hófst með gestamóttöku kl 17.00. Á hátíðinni voru m.a afhentar gjafir af tilefni afmælisins og gáfu Kötlufélagar 50 geisladiska af innlesnum bókum til Hljóðbólkasafn Íslands en þetta eru barna og unglingabækur. Þá var slökkviliðinu afhentar bangsabirgðir til að hafa í skjúkrabílum og Barnaspítala Hringsins boru afhentar birgðir af dúkkum, og einnig

fengu þeir sem auglýst hafa á Lækjatorgsklukkunni viðurkenningu fyrir gott samstarf.

Um kvöldið komu síðan félagar saman með mökum og borðuðu góðann mat og áttu saman ánægjulega kvöldstund.

Innilegar Hamingjuóskir Kötlufélagar.

 

TS.