Umdæmisstjórnarfundur 5 mars 2016

Umdæmisstjórnarfundur 5 mars 2016


Umdæmisstjórnarfundur var haldinn á Bíldshöfðanum s.l laugardag 5 mars og var hann settur tímanlega eða á  slaginu 10.00 af Umdæmisstjóra Gunnsteini Björnssyni. Að venju voru fundarmenn beðnir um að kynna sig og síðan var gengið til dagskrár og var fyrsti liður að fara lauslega yfir skýrslur fundarmanna, en eins og áður var búið að senda þær rafrænt og því var bara farin smá yfirferð og hóf Gunnsteinn liðinn og sagði meðal annars að við verðum að fara að taka innra starfið föstum tökum þar sem oft heyrist um ósætti í klúbbum og verðum við að bera virðingu hvert fyrir öðru og byggja okkur upp innanfrá. (Allar skýrslur verður hægt að lesa á innranetinu á næstu dögum) Svæðisstjórarnir komu næstir og fóru yfir starfið í sýnum svæðum og eru flestir að gera vel og nokkurir klúbbar að huga að fjölgun. Það vakti ánægu hjá fundarmönnum að góður fulltrúi var mættur frá Færeyjum Sámal Bláman og þar er á ferðinni maður með mikinn metnað fyrir hönd Kiwanis í Færeyjum og um heim allann. Ólafur Sveinsson svæðisstjóri Freyjusvæðis sagði frá tillögu um að breyta nafni Freyjusvæðis í Þórssvæi og yrði þetta tekið fyrir á næstu Svæðisráðstefnu á Ísafirði. Nýtt skýrsluform var aðeins rætt og sitt sýnist hverjum um ágæti þess en við eru sannfærð um að eftir breytingar og aðlögun verður þetta form á skýrsluskilum gott. Næst var komið að umræðum um skýrslur og tóku nokkurir til máls og umræður voru góðar. Ólafur Jónsson formaður hjálmanefndar kom í pontu og sagði frá því að pantaðir hefðu verið 4.861 hjálmur í ár og væri búið að funda með EImskip þar sem menn væru hlaðnir orku við að hjálpa Kiwanis við hjálmaverkefnið. 16 apríl verða hjálmarnir sendir út á land, og eig Svæðisstjórar að koma þeim skilaboðum til klúbbana að

senda umfamhjálm til baka til Eimskipa en þeir borga allann flutning. Einnig eru uppi hugmyndir að senda börnum flóttamanna hjálma. Haukur Sveinbjörnsson kjörumdæmisstjóri sagði frá sýnum undirbúningi fræðslu o.fl og einnig sagði Haukur frá Olíslyklinum og að fyrsta upphæð yrði væntanlega afhent á þinginu í vor. Haukur verður með fyrstu fræðslu 2.apríl en þá myndu mæti til fræðslu Svæðisstjórar , féhirðar og ritarar. Einnig sagði Haukur frá því að Eimskip hefði fullan hug að taka á hjálmadæminu eða þeirri uppákomu sem Reykjavíkurborg væri búinn að koma af stað til niðurrifs á þessu frábæra verkefni Kiwanishreyfingarinnar. EInnig eru Eimskipsmenn áhugasamir að taka þátt í allri markaðssetningu sem Kiwanis er að vinna að um þessar mundir. Haukur var síðan sammála því að uppbyggingarstarfið í hreyfingunni verðu að koma innanfrá. Björn Ágúst formaður styrktarsjóðs sagði frá því að stjórnarmönnum sjóðsins hafi fækkað um einn og að í gangi væri eitt stórt styrktarverkefni sem væri komið í ákveðinn farveg og yrði sagt frá von bráðar og vantar styrktarsjóðnum aðstoð tvegga til þriggja klúbba við framkvæmd þessa verkefnis. Jóhannes formaður þingnefndar skýrði frá því að 16 kjörbréf hafa borist  og byrjað væri að bóka á lokahófið, einnig er búið að bóka 30 herbegi á Hótel Smára. Aðeins var rætt um internetið og streyma jafnvel fundum á internetið en þessi tækni er til staðar og eins sagði Gunnsteinn frá klúbbi úti, en þegar þeir hittast þá er það til að skemmta sér allt Kiwanisstarf fer fram í gegnum internetið. Gunnsteinn kynnti síðan Markaðs og kynningaráætlun fyrir hreyfinguna vinna vel málefnið, skipuleggja og stilla upp markmiðum og hvað þarf að gera til að ná þessum markmiðum. Að lokinni kynningu Gunnsteins gaf hann orðið laust og kom Óskar Guðjónsson upp bað um góðar kveðjur til Ragnar Arnars frá fundinum. Óskar sagði jafnframt að markaðs og kynningarmál væru undir stefnumótun sem þyrfti að yfirfara en hún væri útrunnin og það vantaði meir aðgerðir en nýja stefnumótun þarf að laga að þeim grunni sem KI væri búið að gefa út og á síðan að speglast út í Umdæmin en þetta var kynnt t.d á fræðslu sem Haukur kjörumdæmisstjóri sat. Umdæmisstjóri tók undir þetta og sagði hreyfinguna komna á þann stað að nú yrði að fara að gera eithvað í málunum og þessari áætlun þyrfti að hrinda í framkvæmd á ári komanda. Gunnsteinn fór því næst yrir Evrópumálin og það sem þar er að gerast, sem verður nánar skýrt frá. Unglingabúðir Kiwanis verða í Þýskalandi í ár, en búið er að breyta reglum t.d þarf bakgrunnsrannsókn á öllum sem eru yfir 18 ára aldri og kostar slítk 200 evrur á mann og er spurning hvort ekki eigi að leggja okkar þáttöku  til hliðar í ár þar sem kostnaður er orðinn svona mikill og  reglurnar fáránlegar og mun þetta örugglega draga úr þáttöku. Óskar Guðjónsson kom næstur í pontu fyrir uppstyllingarnefnd  og lagði til Eyþór Einarsson sem verðandi kjörumdæmisstjóra 2016-2017 en Eyþór uppfyllir öll skilyrði , og lagði Umdæmisstjóri til að samþykkja þetta en það er Umdæmisstjórnar að taka ákvörðu og kynna þett út í klúbbanna , ef einhverjir aðrir hafa áhuga á embættinu, en þetta verður síðan staðfest á næsta þingi. Eyþór EInarsson fór því næst yfir endurskoðaðann ársreikkning 2014-2015 og svaraði athugasemdum og fyrirspurnum og voru menn nokkuð ánægðir með reikningana og voru þeir samþykktir og vísað til Umdæmisþings. Umdæmisféhirðir fór yfir stöðu starfsársins frá 1 okt til 29 febrúar 2016 og svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum. Þá var komið að fjárhagsáætlun 2016 - 2017 og fór Eyþór EInarsson formaðu fjárhagsnefndar yfir hana og sagði m.a að áætlunin væri miðuð við 850 félaga og væri áætlaður hagnaðu rúmar níu hundruð þúsundir, en Eyþór bað menn um að koma með athugasemdir og ábendigar því það ætti að fínpússa áætlunina um páskana hjá fjárhagsnefndinni. Gylfi Ingvarsson sagði frá starfi K-dagsnefndar og væri búið að halda þrjá bókaða fundir og sagði jafnframt að sótt hefði verið um 3 til 10 okóber til sölu K-lykilsins en þessi dagsetning væri ekki alveg komin á hreint þar sem einhver annar aðili væri búinn að sækja um á þessum tíma. Síðan þarf að ákveða verkefni sem styrkja á  og komu nokkurar ábendingar sem Gylfi þakkaði fyrir og Umdæmisstjóri tók undir og sagðist treysta Gylfa og hanns fólki fyrir verkefninu. Undir liðnum önnur mál sagði Haukur kjörumdæmisstjóri frá vatnstjóni því sem var í húsinu okkar um áramótin og búið væri að fá tryggingarbætur sem duga ættu fyrir nýjum gólfefnum og smávægilegum breytingum sem gerðar yrðu í kjölfarið. Haukur sagði líka frá fyrirhuguðu þingi á Akureyri 2017 sem yrði 23-24 september, og yrði haldið í íþróttahúsinu og gisting yrði í Hótel Kjarnaskógi.

Ekki var fleira á dagskrá og fundi síðan slitið.

 

TS.

Myndir má nálgast HÉR