Kvennakvöld Sólborgar sló í gegn!

Kvennakvöld Sólborgar sló í gegn!


Föstudaginn 4. mars stóð Kiwanisklúbburinn Sólborg fyrir kvennakvöldi sem haldið var í sal FÍ í Mörkinni 6.

Dagskráin  var mjög glæsileg enda fylltist húsið af hressum konum á öllum aldri og 

var mjög mikið fjör.  Björk Jakobsdóttir leikkona var kynnir og náði hún vel til 

kvenna og var mikið hlegið. Aðrir sem komu fram á þessu kvöldi var Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari, Eyjólfur Kristjánsson, Geir Ólafsson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Rokkkórinn undir

 stjórn Matta Sax.  Ekki mál gleyma tískusýningunni sem vakti mikla lukku ekki síst fyrir það að fimm Sólborgarkonur tóku þátt og stóðu þær sig frábærlega vel en ásamt þeim voru  fimm ungar stúlkur sem eru vanar að sýna og þar í fararbroddi var Ungfrú Ísland, Arna Ýr Jónsdóttir.

Fötin og skartið sem voru sýnt á þessu kvöldi voru frá íslenskum hönnuðum sem voru með 

sölubása .  Þetta var sem sagt glæsilegt kvöld sem tókst vonum framar og það er ljóst að á næsta ári þurfum við stærri sal.

Þetta kvöld var haldið til styrktar Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra.