Frá Umdæmisstjóra

Frá Umdæmisstjóra


Nú eru komnir 4 mánuðir af mínu starfsári sem umdæmisstjóri  og verð ég að segja að þetta líður með ógnar hraða í mörg horn er að líta að við að fylgjast með og heyra í Kiwnisfélögum  svo og hefðbundinn rekstur umdæmisins .  Eitt af þeim áhersluatriðum sem ég hef lagt áherslu á er Kynningar og markaðsnefnd sem sett var upp undir  forystu Ragnars Arnar fyrrverandi umdæmisstjóra,  verkefnið var kynning á  hreyfingunni á landsvísu svo sem í tengslum við Hjálmadag og K-Dag og önnur tækifæri.  Því miður veiktist Ragnar Örn Alvarlega í desember og hefur  verið að berjast við þau veikindi síðan og sendi ég honum mínar bestu batakveðjur.    Við  sem erum í umdæmisstjórn ásamt öðrum nefndarmönnum Kynningar og markaðsnefndar  höfum að undanförnu unnið

 að því að taka upp þráðinn  þar sem Ragnar var staddur og er sú vinna komin í fullan  gang og bind ég miklar vonir við að okkur takist að vekja athygli á hreyfingunni okkar, sem er mikilvægur þáttur í að efla starf okkar. Við höfum oft rætt um fjölgun  og lagt mikla áherslu á þann þátt í umfjöllun umdæmissins  sem er jú afar mikilvægt að við séum um 1000 félagar,  einfaldlega til að hægt sé að reka umdæmið á sæmilegan máta án þess að álögur á félaga verði of miklar, þá er starfið að við félagar njótum þess að vera í Kiwanis og  hverju við áorkum auðvitað aðalatriðið  en jafnfram forsend þess að okkur fjölgi  því gott  og skemmtilegt starf laðar að nýja félaga . Því hef ég lagt áherslu á  að kynna hreyfinguna  því fyrir mér er ljóst að það getur stutt við viðleitni klúbba til að fjölga  en það eru jú klúbbar sem vinna að fjölgun fyrst og fremst en umdæmið getur aðstoðað.  Ég vil því skora á alla kiwnisfélaga að leggja áherslu á innrastarf sem grunn að styrkingu hreyfingainnar á Íslandi. Þann 20 febrúar n.k.  er Evrópustjórnar fundur í Bukarest og er ég að undirbúa þann fund þessa dagana og svo stuttu seinna fundur Umdæisstjórnar Íslands Færeyja eða þann 5. mars. Við munu koma fréttum af þessum fundum á framfæri að þeim afloknum, en ég vil gjarnan fá fréttir af klúbbum og félögum og er öllum velkomið að heyra í mér í síma 864 6016 eða tölvupósti umdaemistjori@kiwanis.is 

Bestu Kiwanis kveðjur  

 

Gunnsteinn Björnsson  Umdæmistjóri