Stjórnarskipti hjá Ölver í Þorlákshöfn.

Stjórnarskipti hjá Ölver í Þorlákshöfn.


Stjórnarskiptafagnaðurinn var haldinn í Ráðhúsi Þorlákshafnar að viðstöddum um 60 manns félagar og makar.

Kvöldið hófst á léttu nótunum með ávörpum og gamanmáli, verðandi ritari sagði frá ferðinni á þingið í Eyjum á skemmtilegan hátt og höfðu viðstaddir gaman að. Matseðill kvöldsins var ekki af verri endanum en í forrétt var humarsúpa með

heimabökuðu brauði, í aðalrétt var heilsteikt nautalund með steiktu grænmeti hazelback kartöflum og bernaise og piparsósu og í eftirrétt var brownies og bollakaka með vanillukremi og kaffi, frábær matur sem þeir Ölversfélagar buðu upp á.

Tómas Sveinsson Svæðisstjóri  sá síðan um stjórnarskiptin, en nýja stjórn Ölvers skipa

 

Forseti: Kári Hafsteinsson

Kjörforseti: Aðalsteinn Jóhannsson

Varaforseti: Þórarinn F. Gylfason

Ritari: Björn Þór Gunnarsson

Gjaldkeri: Svavar Gíslason

Meðstjórnendur: Gústaf Ingvi Tryggvason, Stefán Hauksson og Guðjón Daðason

Fráfarandi forseti : Gísli Eiríksson.

 

Frábærir Kiwanisfélagar hér á ferð sem við getum verið stoltir af í hreyfingunni og væntum við mikils af þeirra starfi á komandi starfsári.

 

TS.