45. Umdæmisþing !

45. Umdæmisþing !


Þingfundur laugardagsins var settur stundvíslega kl 09.00 af Gunnlaugi umdæmisstjóra sem fór lauslega yfir skýrslu sína, og þakkaði þingheimi fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar, að erindi umdæmisstjóra loknu þá komu svæðisstjórarnir hver af öðrum og fóru yfir sínar skýrslur. Sigurgeir Aðalgeirsson kom í pontu sem formaður kjörbréfanefndar og sagði um 80% þeirra sem kjörgengi hafa á þinginu væru mættir . Arnór Pálsson kom upp fyrir fjárhagsnefnd og fór yfir fjárhagsáætlun 2015-2016 og í lokin sagið Arnór að hann hafi leitt Fjárhagsnefnd frá 2002 eða frá því að hún var sett á stofn og gefur því ekki kost á sér lengur, og var Arnóri þökkuð vel unnin störf með góðu lófataki frá þingfulltrúum. Í umræðum um fjárhagsáætlunina komu aðeins tvær spruningar úr sal og svaraði Eyþór umdæmisféhirðir þessum spurningum. Aðeins var tekin umræða um félagsgjöld klúbba og hækkun gjalda, en nánar verður skýrt frá þessu í fundagerð umdæmisritara sem verður væntanlega kominn á vefinn innan skamms. Reikningar síðasta

starfsárs voru síðan teknir fyrir og voru þeir samþykktir samhljóða. Formaður þingnefndar kom síðan upp með tilkynningar bæði um makaferð og lokahóf. Kjörnir voru skoðunarmenn reikninga og að þeirri kosningu lokinni var tekið kaffihlé.

Gunnlaugur hélt síðan fundi áfram eftir kaffihlé og fór yfir kynningar nýrra embættismanna í Kiwanisfréttum og leiðrétti nokkurar villur sem voru þar á prenti sem ekki voru stórvægar. Næst var komið að lagabreytingum og þá ný umdæmislög sem Óskar Guðjónsson hefur þýtt og kom hanní pontu og kynnti lögin sem þarf að gera klár í endanlega útgáfu til að bera upp á næsta þingi, og voru þessi drög samþykkt.

Næsta var komið að aðalfundi styrktarsjóðs sem hófst á því að Sigurður R. Pétursson frá sjóðum afhenti séra Guðmundi Erni presti í Vestmannaeyjum styrk að upphæð 200 þúsund krónum til BARNHAG sem er velferðasjóður Landakirkju. Næst var Sæmundur skipaður fundarstjóri og Hildisif ritari og fór því næst Sigurður yfir ársskýrslu sjóðsins og svaraði tveimur spurningum úr sal um skýrslu sjóðsins. Reikningar voru bornir upp og samþykktir, stjórn sjóðsins lætur nú af störfum og verður ný stjórn skipur eftirfarandi Björn Ágúst Sigurjónsson er formaður til tveggja ára , Birgir Benediktsson Heklu og Ragnar Eggertsson fulltrúar til eins árs og Óskar Guðjónsson og Hildisif verða í eitt ár í viðbót, Björn Ágúst flutti síðan lokaorð og þakkaði fráfarandi sjórnarmönnum fyrir vel unnin störf. Næst á dagskrá voru viðurkenningar til klúbba sem John Button heimsforseti afhenti og að loknum viðurkenningum var tekið matarhlé.

Eftir matarhlé kom Sigurður R. Pétursson í pontu og kynnt framboð til Evrópuforseta en þar er á ferðinni Óskar Guðjónsson sem kom síðan upp og ávarpaði þingfulltrúa.  Að því loknu kom John Button og afhenti viðurkenningar til stjórnarmanna og þar á eftir var komið að ávörpum erlendra gesta þingsins. Staðfest var stjórn næsta starfsárs 2015-2016 og flutti verðandi umdæmisstjóri Gunnsteinn Björnsson okkur smá ávarp og sagði frá spennandi verkefnum sem eru framunda og áherslur sínar á komandi starfsári. Kynning á Kjörumdæmisstjóra  Hauki Sveinbjörnssyni sem sagði nokkur orð um sig og sína hagi og starfsferil. Kynning á kjör kjör umdæmisstjóra en þar fer Konráð Konráðsson og sá Jóhanna Einarsdóttir verðandi umdæmisritari um að kynna Konráð. Kynning næstu umæmisstjórnar og kynning næsta þingstaðar sem er Reykjavík.

Næst var farið yfir niðurstöður vinnuhópa föstudagsinns og þar kom margt áhugavert fram. Undir liðnum önnur mál kom Diðrik og sagði frá því að hann og Böddi hafa tekið að sér að stjórna ferð til Austurríkis þegar Óskar verður í kjöri og ef við þekkjum þá félaga þá verður þetta frábær ferð enda sannir ferðamálafulltrúar þar á ferð með mikla reynslu.

Ragnar Örn kom næstur upp og kynnti nýtt verkefni og nýja nefnd sem hann hefur tekið að sér að leiða en þa er Kynningar og markaðsnefnd Umdæmissins. Næst las Gunnlaugur umdæmisstjóri frásögn frá einum þáttakanda í ferðinni í sumarbúiðir í Tékklandi og fararstjóra ferðarinnar en þessar frásagnir eru í Kiwanisfréttum. Tilkynnt var að Ólafur Jónsson úr Drangey hefur tekið að sér að leiða Hjálmanefnd næsta starfsárs og Gylfi Ingvarsson ætlar að leiða K-dagsnefnd, sem sagt það verður K dagur á næsta starfsári.

Næst var komið að sjórnarskiptum og ávarpi umdæmisstjóra 2015-2016 Gunnsteini Björnssynir og í fundarlok var komið að óvæntir uppákomu til fjáröflunar en Gunnlaugur umdæmisstjóri fékk tvæ rjómatertur í andlitið eins og sjá má á myndum og væntanlegu myndbandi hér á kiwanis.is.

Um kvöldið var síðan glæsilegt lokahóf í Höllinni sem fór fram á hefðbundin hátt þar sem veittar voru viðurkenningar og gjafir og endað á dansleik.

 

Í myndasafni eru komnar yfir 400 myndir sem nálgast má HÉR.

 

TS.