Umdæmisþing Vestmannaeyjum föstudagur.

Umdæmisþing Vestmannaeyjum föstudagur.


Eftir Umdæmisstjórnarfund var gert matarhlé og hófust þingstöf aftur kl 13.30 með fræðslu ritara um skýrslugerð á nýja gagnagrunninum og sáu þau Jóhanna  og Konnráð um þessa fræðslu , einnig tóku til máls Andrés Hjaltason og Benóný Arnar frá fræðslunefnd. Farið var ýtarlega yfir efnið á glærum og fyrirspurnum svarað. Þegar búið var að fara yfir þessa kynningu í Kiwanishúsinu var boðið upp á verklega kennslu í Tölvuveri Þekkingaseturs Vestmannaeyjar þar sem þau Jóhanna og Konráð héldu áfram sinni yfirferð um skýrsluskil á gagnagrunni. KI. 14.20 hófust síðan málstofur sem skipt var á þrenna staði

í Kiwanishúsinu stjórnaði Gylfi Ingvarsson umræðustofu um K-dag sem hefur nú fallið niður upp á síðkastið, en verður nú endurvakinn á næsta starfsári. Á Hamri stjórnaði Haukur Sveinbjörnsson umræðuhópi um þing og þingmál og í Surtseyjarstofu sjórnaði Ólafur Jónsson umræðuhópi um stofnun klúbba. Góð þáttaka var í þessum umræðuhópum og komu margar góðar hugmyndir fram  um þessi málefni sem kynntar verða á þinginu á morgun.

Um fjögurleytið var síðan fundur með forsetum og öðrum embættismönnum þar sem m.a var rifjað upp fræðsluefni frá því í vor og helstu áherslur Gunnsteins á komandi starfsári, og að lokinni góðri ræðu Gunnsteins var fundi slitið í dag, en næst á dagskrá er að fara í Landakirkju til þingsetningar kl 21.30 og síðan er opið hús í Kiwanishúsinu á eftir.