Undirbúningur þings í Eyjum

Undirbúningur þings í Eyjum


Það er í mörg horn að líta hjá Helgafellsfélögum við þinghaldið hér í Eyjum um helgina, og allt gengið snuðrulaust fram að þessu nema þá helst samgöngur, en það er svo sem ekkert nýtt núna seinni árin.

Ráðist var í framkvæmdir við húsið okkar nú í sumar og allt málað hátt og lágt og síðan var ráðist í að setja upp lyftu sem nú er klár til notkunar. Unnið hefur verið öll kvöld núna upp á síðkastið bæði

við að þríf all húsið vegna lyftuframkvæmda og síðan hinn hefðbundni þing undirbúningur.

Hópur vaskra manna og kvenna hefur komið að þessu með okkur eins og í gærkvöldi við að raða þinggögnum í möppur og þessháttar, raða upp borðum og skipuleggja. Vinna mun síðan halda áfram í kvöld og nú bíðum við eftir Umdæmisstjóra og hanns fólki til að leggja loka línurnar.

 

Okkur hlakkar mikið til að fá ykkur Kiwanismenn og konur til Eyja og vonandi eigum við eftir að eiga ánægulega helgi hér og árangursríkt þing.

 

TS.