Heimsforseti í heimsókn hjá Drangey !

Heimsforseti í heimsókn hjá Drangey !


Fyrsti fundur vetrarins hjá Kiwanisklúbbnum Drangey fór fram í gærkveldi 8 September  og var tilefnið heimsókn heimsforseta hreifingarinnar John Button og hans eiginkonu Debby.

Umdæmisstjóti Gunnlaugur Gunnlaugsson kom með heimsforsetahjónin til okkar og var þetta mikill heiður fyrir klúbbinn að taka á móti þessu mikilvægu gestum.

John hélt stutta tölu og kom inná hversu mikilvægt starf Kiwanis væri að sinna með Elimate verkefninu og við værum svo sannarlega með þeim fremstu í heiminum í vinnu og aðstoð við börn. 

Það væri gríðarlega mikilvægt fyrir hvert

barn að eiga sér móður  og taldi hann að frá upphafi verkefnisins væri búið að bjarga um 750 miljón konum frá dauða af völdum stífkrampa og margfeldisáhrifin væru gríðarleg í fjölda þeirra barna er lifðu af þessum völdum.

Það væri einnig staðreynd að börn þar sem móðurin lifði ættu mun meiri lífslíkur og slík börn væru mun líklegri að öðlast mentun og komast almennilega á legg.

Mikil gleði væri yfir því að nú væri ljóst að upphafs markmiði heimshreifingarinnar í samstarfi við Unichef að safna 110 miljónum dollara væri nærri náð.

Um síðustu mánaðarmót hefði 100 miljón dollara markið náðst og herslu munur að kára dæmið.

John Button lét í jós undrun og ánægju  með það gríðarlega átak er Drangeyjarfélagar stóðu fyrir með söfnun og gjöf á speglunarbúnaðinum til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og hinu mikla og góða starfi er unnið væri í svæðinu.

Gunnlaugur Umdæmisstjóri sagði að John hefði ákveðið að koma norður og hitta heimaklúbb verðandi Umdæmisstjóra og skoða fyrirtæki hans og það væri ferð er hann sæji ekki eftir.

Forseti Drangeyjar færði John síðan fánastöng að gjöf er búin var til úr steini er komið hafði í vörpu skuttogarans Klakks en þar er einn félagi okkar háseti.  Er steinn þessi af harðgerðri bergtegund grárauður að lit og stöngina prýddi síðan fáni Drangeyjar ásamt plötu með kveðjum frá Drangeyjarfélögum.

John Button þakkaði gjöfina og óskaði félögum velfarnaðar í starfi og hreifingunni vexti og hlakkaði til að hitta sem flesta í Vestmannaeyjum.

Óli svæðisstjóri kynnti að allir klúbbar í Óðinssvæði hefðu náð tilsettum stigum til að verða útnefndir fyrirmyndarklúbbur og stiga söfnun flestra klúbba slík að það sýndi hversu öflugt starf hefði verið sl. vetur, kynnti hann síðan ferðatilhögun Drangeyjarfélaga til Vestmannaeyja, lagt yrði af stað kl. 6 að morgni föstudags og komið til Eyja rétt upp úr hádegi en 9 Drangeyjarfélagar hyggjast fara til Umdæmisþings.

 

Þetta var frábær fundur og mikil ánægja að kynnast þessum látlausa öðlingsmanni John Button.

 

Sjáumst fagnandi sem flest  í Eyjum

Ólafur Jónsson

Svæðisstjóri Óðinssvðis 2014 - 2015