Velkomin til Vestmannaeyja á Umdæmisþing 2015 !

Velkomin til Vestmannaeyja á Umdæmisþing 2015 !


Kiwanisklúbburinn Helgafell heldur nú Umdæmisþing í annað sinn, en Umdæmisþing var haldið í Vestmannayjum síðast 1983. Síðustu dagar fyrir þingið 1983 voru mjög annasamir fyrir félaga klúbbsinns en þá var unnið hörðum höndum við að koma húsnæði Klúbbsins í það horf að hægt væri að halda Umdæmisþingið í húsinu okkar sem verið hafði í byggingu. Nú í ár er staðan sú að við erum enn að gera húsið klárt fyrir umdæmisþing, tekið í gegn að utan sem innan og jafnframt sett í húsið lyfta sem verið hefur í umræðu frá því húsið var byggt.

Þinghald verður húsi Helgafells en fundir og fræðsla í nálægum sölum þar sem það á við. Þingsettning verður í

Landakirkju og hefst athöfnin kl.20.30 föstudagskvöldið 11. september. Að setningarathöfninni lokinni býður Helgafell til samfagnaðar í húsnæði klúbbsinns við Strandveg.

Þingfundi verður fram haldið laugardaginn 12. september í húsi klúbbsinns, en lokahóf verður haldið í Höllinni, veislusal við Löngulág.

Makaferð munum við Helgafellsfélagar hafa í boði fyrir þá sem þess óska, þar sem gerð verða skil á einstakri náttúru eyjanna, sögu og jafnvel einhverju óvæntu..

Erum við Helgafellsfélagar ekki í vafa um að helgin 11.-13. september verði mjög árangursrík og skemmtileg fyrir Kiwanisfélaga, maka þeirra og aðra sem að þinginu  koma, þingfulltrúa, embættisfólk svo og erlenda fulltrúa og gesti.

Mætum prúðbúin til lokahófs í Höllinni í lok umdæmisþings og gleðjumst þar saman.                                                              

Allar nánari upplýsingar er að finna á http://www.kiwanis.is/is/page/umdaemisthing

Sjáumst sem allra flest á 45. umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar í Vestmannaeyjum 11. – 13. september.

 

 

Guðmundur Jóhannsson formaður þingnefndar

 

 

 

 

Vegalengdir ekki miklar Gistiheimilið Hamar og Kiwanishúsið í baksýn