Björn Pálsson  50 ár í Kiwanisklúbbnum Heklu

Björn Pálsson  50 ár í Kiwanisklúbbnum Heklu


Þann 9. febrúar 2015 eru 50 ár síðan Björn gekk í Heklu. Frá fyrstu tíð hefur

Björn starfað af dugnaði og eljusemi fyrir Kiwanisklúbbinn Heklu það er ekki síst 

honum að þakka að við eigum sögu klúbbsins í myndum frá fyrstu tíð og fram á 

þennan dag og er það ómetanlegt.

Björn var forseti þegar klúbburinn var 25 ára 1988-1989 öllum sem tóku þátt í 

þeirri hátíð er það ógleymanlegur dagur. Margar eru þær nefndir sem hann 

hefur starfað í og ber þar hæðst tvær nefndir önnur er dagskránefnd sem hann 

hefur starfað í og útvegað marga góða fyrirlesara, hin er Hrafnistunefnd þar 

sem hann hefur verið formaður s.l. 18 ár. Fyrir allt þetta erum við Heklufélagar 

mjög þakklátir og var Björn á fundi 3. febrúar s.l. sæmdur merki og afhent 

skjal til staðfestingar því að hann hefur verið 50 ár í Kiwanisklúbbnum Heklu 

með miklum sóma .

 

Heklufélagar þakka Birni samferðina í þessi  50 ár.