Jólafundur hjá Mosfellingum.

Jólafundur hjá Mosfellingum.


Miðvikudaginn 5. desember s.l. héldu Mosfellingar með gestum sínum sinn árlega jólafund í Hlégarði þar sem boðið er upp á skemmtiatriði og annálað jólahlaðborð að hætti hússins.
  Að þessu sinni komu góðir gestir frá Búrfelli á Selfossi sem létu ekki tvísýna færð yfir Fjallið hefta för.
Tvær stúlkur nemendur við Listaskóla Mosfellsbæjar - tónlistardeild – þær Anna Dúna Björnsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir ásamt meðleikara á rafmagnsgítar Sigurjóni Alexsanderssyni sungu í sitt hvoru lagi nokkur lög við góðar undirtektir.  Efnilegar djasssöngkonur þar á ferð.
  Síðan komu tveir   9 ára    nemendur úr Dansskóla Reykjavíkur þau Elísabet Tinna Haraldsdóttir úr Mosfellsbænum og Ísak Máni Jónsson úr Grafarholtinu. Dönsuðu þau ýmsa samkvæmisdansa við mikinn fögnuð áhorfenda.  Efnilegir dansarar þar á ferð enda urðu þau Íslandsmeistarar í „Ballroom“ dönsum s.l. vor í sínum aldursflokki. Stefna þau á alþjóðlega danskeppni í Blackpool á Englandi næsta vor. Afhent Magnús Þorvaldsson forseti Mosfells þeim styrk frá klúbbnum til fararinnar við þetta tækifæri.
  Að síðustu kom sr. Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík,  flutti gamanmál og stjórnaði fjöldasöng.
  Óhætt að fullyrða að allir hafi farið sælir og saddir heim.