Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Elliða.

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Elliða.


Kiwanisklúbburinn Elliði heldur uppá 40 ára afmæli sitt þann 27. október nk. en hann var stofnaður 23. október árið 1972, af því tilefni mun klúbburinn verða með móttöku laugardaginn 27. nk. milli klukkan 12:00 og 14:00 í húsnæði sínu að Grensásvegi 8

Einnig munu Elliða félagar og gestir halda uppá tímamótin með ferð að Hótel Heklu þar sem við ætlum að gista eina nótt og skemmta okkur saman, þess má geta að nokkur pláss eru laus ef einhverjir Kiwanisfélagar hafa áhuga á að gleðjast með okkur.

Ferðatilhögun að Hótel Heklu:

Rúta verður frá Elliða heimilinu Grensásvegi 8, kl. 14:30 þann 27.10. komið að Hótel Heklu um kl. 16:00

Áætlað er að komið verði í bæinn um kl. 14:00 þann 28.

Verð á manninn er aðeins 14.000 með morgunmat í 2ja manna herbergi, fordrykk, veislumat, skemmtun og rútu.

Þeir sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við Finnboga G. Kristjánsson í síma 825 7772 eða 840 6730

Villibráðarkvöld / Herrakvöld Elliða hefur verið árleg skemmtun í mörg ár og eins og fyrri ár verður það haldið að Hótel Reykjavík Natura þann 19. október nk. margskonar villibráð auk lambakjöts verður boðið uppá, auk spennandi forrétta og eftirrétta, ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson og mun hann klárlega fara á kostum eins og hans er vísa, málverka uppboð og happdrætti verða að sjálfsögðu eins og venjulega.

Af þessari skemmtun vill eingin missa sem tekið hefur þátta í henni einu sinni, enn eru miðar til á Villibráðarkvöldið, þeir sem vilja koma og skemmta sér með Elliðafélögum er bent á að hafa samband við Lúðvík Leósson í síma 896 8495 eða 567 6333