Stjórnarskiptafunur hjá Kötlu.

Stjórnarskiptafunur hjá Kötlu.


Stjórnarskiptafundur Kötlu var haldinn á Salatbarnum þann 29. september sl.
Mættir félagar voru 20 og gestir 22. Forseti Bjarnar Kristjánsson las kveðjuræðu, heiðraði tvo félaga fyrir vel unnin störf og fjóra félaga með 100% mætingu.
Hlaðborð svignaði af góðum mat, súpu, kjúkling , lambakjöti og salati sem rann ljúflega niður með léttvíni. 
 
Hörður Mar svæðisstjóri Freyjusvæðis sá um stjórnarskipti  með aðstoð Árna H. Jóhannssonar.
Nýkjörinn forseti Jóhannes Kr. Guðlaugsson las stefnuræðu sína og skipaði í makanefnd fjórar konur til að efla félagstarf klúbbsins. Hann veitti einnig fyrrum forseta Bjarnar Kristjánssyni forsetaskjöld með þakklæti fyrir vel unnin störf.
Þar sem tveir fyrrum skipstjórar hafa stýrt klúbbnum á liðnum árum var skipstjóri Halastjörnunnar Gylfi Ægisson fenginn til að syngja við mikinn fögnuð félaga og gesta. Gulrótarkaka og kaffi var boðið í lok fundar.
 
Meira ásamt myndum á vefk kötlu  www.katla.kiwanis.is