Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Heklu.

Fréttir frá Kiwanisklúbbnum Heklu.


Heklufélagar hófu seinnihluta starfsárs 2011-12 með félagsmálafundi 4. september og síðan skýrsluskilafundi 18. september.  Skýrsluskil voru góð og gerðu flestar nefndir grein fyrir starfsemi liðins árs. Nokkrir Heklufélagar sótti umdæmisþing í Reykjanesbæ og voru ánægðir með það, málefnalegt og umgjörð öll hin besta.
Fundarstaður Heklu verður í vetur á Grand Hóteli Reykjavík, mjög góð aðstaða og allt til als. Stjórnarskiptin voru föstudaginn 28. september á Grand  Hóteli. Þar mætti Hörður Mar svæðisstjóri Freyjusvæðis og sá um stjórnarskiptin.  Forseti 2011-12 Oddgeir Indriðason sagði frá liðnu starfsári og hafhenti síðan Heklubikarinn og að þessu sinni til Þorsteins Sigurðssonar og þakkaði honum fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn.  Það kom fram í máli nýs forseta að 14. Janúar 2014 yrði Kiwanisklúbburinn Hekla 50 ára og þegar væri starfandi nefnd til að undirbúa það.
Stjórn Kiwanisklúbbsins Heklu starfsárið 2012-13 er eftirfarandi.

Forseti:  Birgir Benediktsson
Ritari: Stefán Sigurðsson
Gjaldkeri: Gísli Guðmundsson
Vara ritari: Garðar Hinriksson
Kjörforseti: Ingólfur Friðgeirsson
Meðstjórnendur: Axel Bender                              
Guðni Sigurjónsson                            
Björn Pálsson                            
Þorsteinn Sigurðsson

Með kveðju frá Kiwanisklúbbnum Heklu.
Birgir Benediktsson forseti.