Hvað er Ísgolf ? (kynning)

Hvað er Ísgolf ? (kynning)


Upplýsingar um Isgolf Kiwanis 2012 fyrir Kiwanisfélaga
Gegnum árin hafa einstaklingar og hópar á vegum ýmissa íþrótta-­? og líknarfélaga verið að ganga, hlaupa, hjóla og haltur hefur leitt blindan í góðgerðarskyni um þjóðveg 1. Nú stefna Kiwanisfélagar á að leika golfbolta hringinn í kringum landið. Þetta er í fyrsta skiptið sem það er reynt. Þetta er um 1350 km. leið. Áheitum mun verða safnað á slegin högg, að hámarki 9.500 högg. Þetta er sambærilegt við að leika 300 golfhringi. Reyna á að ljúka þessu ævintýri á 14-­?15 dögum. Slegið verður meðfram þjóðvegi 1 alla daga og einhverja daga verður leikið allan sólarhringinn.
 
Brautin er par 9999!, lengsta braut sem leikin hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað!!! Um er að ræða fjáröflun til góðgerðarmála sem flestir Kiwanisklúbbar landsins munu vonandi koma að. Kiwanisfélagar á landinu eru um 1000 í og á heimsvísu um 700,000.
Ýmsar skemmtilegar þrautir þarf að leysa á leiðinni. Af tryggingaástæðum verður ekki leyfilegt að slá í gegnum þéttbýliskjarna. Hyggjumst við því slá samsvarandi vegalengdir utan/eða í nágrenni þeirra byggðalaga sem á vegi okkar verða. Við þurfum að glíma við lúpinubreiður, hraun, stórfljót, Skeiðarársand (stærsta sandgryfja sem hefur verið leikin) og margt annað. Í för verða um 8 bifreiðar og 10 til 15 Kiwanisfélgar verða að jafnaði í hópnum. Þeir styrktaraðilar sem vilja, geta fengið merkingar í formi segla til að setja á bílana. Á vefsíðu verkefnisins ,isgolf.is, geta Kiwanisfélagar og aðrir áhugasamir um allan heim fylgst með hvernig gengur og gefið áheit.
Hefja á leik v/Norðlingabraut 18. júni 2012 kl. 00:01. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra slær fyrsta höggið. Reynt verður að ljúka hringnum 1.júli 2012. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík mun slá síðasta höggið.
Landsbanki Íslands er fjárvörsluaðili verkefnisins.
Mbl.is og fleiri fjölmiðlar verða með reglulega umfjöllun um verkefnið. Einnig hafa fréttastöðvar sjónvarpsrása sýnt áhuga á að fá að fylgjast með.
Skjárinn verður með í ferð með 2 tökumenn og 1 hljóðmann. Þeir stefna á að sýna frá þessu ævintýri í opinni vel kynntri dagskrá í tveimur 40 mín. þáttum á Skjágolf í september

Með Kiwaniskveðju

Guðlaugur Kristjánsson verkefnisstjóri GSM: 897-­?5377?r40@bl.hhi.is
 

Til þess er málið varðar?
 
Kynning á ráðstöfun söfnunarfjár Ísgolfs 2012 – Samvinnuverkefnis Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi, Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar og UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna).
Söfnunarfé  Ísgolfs 2012 mun verða ráðstafað á eftirfarand hátt:

1)    45% söfnunarfjár rennur til verkefninsins „Stöðvum stífkrampa“, alþjóðlegs átaks Kiwanis International og Barnahjálpar UNICEF.  Stífkrampi er óþekktur sjúkdómur á Vesturlöndum, en stífkrampi er enn landlægur í 38 fátækustu þjóðlöndum heimsins. Staðreyndin er sú að 9. hverja mínútu deyr móðir eða barn af völdum þessa kvalafulla sjúkdóms. Mótefnið er til, en vandamálið felst m.a. í að koma því til afskekktustu byggða heims. Kiwanis og UNICEF hafa tekið höndum saman og einsett sér að uppræta þennan ónauðsynlega sjúkdóm á næstu 5 árum og ætlar umdæmið Ísland Færeyjar ekki að láta sitt eftir liggja.?

2)    45%  söfnunarfjár rennur til viðurkenndra og skráðra sambýla í þeim bæjar-félögum þar sem starfandi er einn eða fleiri Kiwanisklúbbar.  Óvenjumikið af óskum um margvíslega aðstoð við sambýli víðsvegar um landið hafa undan-farið borist Kiwanishreyfingunni og er verkefninu m.a. ætlað að koma til móts við og vekja athygli á þessari brýnu þörf.

3)   

Gert er ráð fyrir 10%  ófyrirséðum kostnaði vegna verkefnisins.







Með Kiwaniskveðju og kærri þökk?f.h. Kiwanisklúbbsins  Eldeyjar
Guðlaugur Kristjánsson, verkefnisstjóri
GSM: 897-5377
r40@bl.hhi.is                            
 
 
Prentvænar út gáfur má nálgast hér, Kynning HÉR  og  söfnunarráðstöfun HÉR Bréf til fyirtækja vegna áheita HÉR