Fréttir af ISGolf

Fréttir af ISGolf


Þá er allt að fara af stað og búið að fá leyfi til að nota Krýsuvíkurveginn í þrjú skipti til að prufukeyra framkvæmdina.  Á sunnudaginn kemur, 15. apríl, verður fyrsta prufa og þá á að hittast á Bónusplaninu á Völlunum í Hafnarfirði áður en haldið verður út á Krýsuvíkurveg kl. 13:00.
Þar verður leikið meðfram þjóðveginum a.m.k 5 km., skráningarkerfið prófað, æfð uppsetning áningarstaða, leikið yfir fjall, tímataka, myndataka og sending upplýsinga prófuð.
 
Kiwanisfélagar sem eru á svæðinu og hafa hug á að taka þátt í framkvæmd verkefnisins eru beðnir um að láta sjá sig eða láta vita af sér komist þeir ekki á sunnudag.  Senda má póst á isgolf2012@gmail.com .  Athugið að það þarf að sinna ýmsu öðru en að sveifla golfkylfum í þessu verkefni og að öll aðstoð er vel þegin.
 
Hittumst á Sunnudag kl. 13 og tökum þátt í ótrúlegu ævintýri Kiwanismanna!

--
konrad.konradsson@gmail.is
GSM 862 1661