Umdæmisstjóri á ferð og flugi

Umdæmisstjóri á ferð og flugi


Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri hefur verið og verður á ferð og flugi á næstunni. Í lok mars heimsótti hann Helgafell í Vestmannaeyjum og í gærkvöldi var hann gestur á fundi hjá Setbergi í Garðabæ. Um helgina verður aukafundur í Evrópustjórn í Amsterdam og er hann boðaður m.a. að frumkvæði umdæmisstjóranna níu í Evrópu til að ræða fjármál hreyfingarinnar í Evrópu, fræðslumál og gera drög að framlengingu á samningi við KI um greiðslur til Evrópu á næsta ári.
Í lok apríl mun Ragnar Örn heimsækja Kaldbak á Akureyri, sitja svæðisráðsfund í Óðinssvæði á Siglufirði og vera gestur á síldarkvöldi hjá Skildi laugardagskvöldið 28. apríl. Daginn eftir er fyrirhuguð ferð með svæðisstjóra Óðinssvæðis til Grímseyjar og sitja fund þar á sunnudagskvöldinu.
Föstudaginn 4. maí mun umdæmisstjóri halda til Færeyja og sitja svæðisráðsfund í Færeyjasvæði.  Evrópuþingið verður haldið í Bergen í byrjun júní og undir lok júní verður heimsþingið haldið í New Orleans.


RÖP.